Vodafone hefur opnað nýja verslun á Akureyri þar sem stafræn upplifun og hringrás fjarskiptatækja er höfð að leiðarljósi. Verslunin er staðsett á Glerártorgi en fyrir ofan hana verða skrifstofur fyrir söluver, sjónvarpskjarna og fyrirtækjasvið Vodafone á Akureyri, eins og segir í fréttatilkynningu.
Vodafone leggur áherslu á að einfalda þjónustu með stafrænum lausnum en við hönnun á verslun var lögð rík áhersla á stafræna upplifun og sjálfbærni. Verslunin er búin sex skjám meðal annars stærsta hringskjá landsins í loftinu.,,Upplifun viðskiptavina skiptir okkur alltaf máli. Öll hönnun á framsetningu á búnaði tengdum fjarskiptum, heimilinu og afþreyingu var hannað með endurgjöf viðskiptavina að leiðarljósi. Skjávirknin einfaldar okkur miðlun til viðskiptavina og lágmarkar sóun sem fer í það að prenta út merkingar. Við erum í skýjunum með viðtökurnar á nýju versluninni og tökum vel á móti fólki í dag með ýmsum óvæntum uppákomum og gómsætum veitingum,“ segir Bjarni Freyr Guðmundsson rekstrarstjóri Vodafone á Norðurlandi. Nýja verslunin á Akureyri er fyrirmynd að framtíðarhönnun annarra upplifunarverslana Vodafone. Til stendur að breyta öllum verslunum Vodafone í upplifunarverslanir.