fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Vodafone opnar nýja upplifunarverslun á Akureyri

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. desember 2023 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vodafone hefur opnað nýja verslun á Akureyri þar sem stafræn upplifun og hringrás fjarskiptatækja er höfð að leiðarljósi. Verslunin er staðsett á Glerártorgi en fyrir ofan hana verða skrifstofur fyrir söluver, sjónvarpskjarna og fyrirtækjasvið Vodafone á Akureyri, eins og segir í fréttatilkynningu.Vodafone leggur áherslu á að einfalda þjónustu með stafrænum lausnum en við hönnun á verslun var lögð rík áhersla á stafræna upplifun og sjálfbærni. Verslunin er búin sex skjám meðal annars stærsta hringskjá landsins í loftinu.

 ,,Upplifun viðskiptavina skiptir okkur alltaf máli. Öll hönnun á framsetningu á búnaði tengdum fjarskiptum, heimilinu og afþreyingu var hannað með endurgjöf viðskiptavina að leiðarljósi. Skjávirknin einfaldar okkur miðlun til viðskiptavina og lágmarkar sóun sem fer í það að prenta út merkingar. Við erum í skýjunum með viðtökurnar á nýju versluninni og tökum vel á móti fólki í dag með ýmsum óvæntum uppákomum og gómsætum veitingum,“ segir Bjarni Freyr Guðmundsson rekstrarstjóri Vodafone á Norðurlandi. Nýja verslunin á Akureyri er fyrirmynd að framtíðarhönnun annarra upplifunarverslana Vodafone. Til stendur að breyta öllum verslunum Vodafone í upplifunarverslanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Í gær

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Í gær

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband
Fréttir
Í gær

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“