fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Þyngdu dóm yfir manni sem sendi hefndarklám á vini og ættingja fyrrverandi unnustu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. desember 2023 20:00

Maðurinn neitaði sök en sannað þótti að hann hefði sent myndefnið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi dóm um níu mánuði yfir manni vegna kynferðisbrota og heimilisofbeldis gegn fyrrverandi unnustu sinni. Var dómurinn þyngdur úr þremur árum og níu mánuði í fjögur og hálft ár.

Landsréttur kvað upp sinn dóm í dag 15. desember.

Manninum var gefið að sök kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi unnustu sinnar.

Meðal annars dreifði hann af henni kynferðislegum myndum og myndböndum með tölvupóstsendingum og færslum á netinu snemma árs 2019. Við færslurnar skrifaði hann smánandi athugasemdir, meðal annars á Facebook síðu þar sem sýndar voru kynferðislegar myndir af konunni.

Sendi fyrst á konuna en síðan aðra

Stapp hafði staðið yfir um son þeirra. Konan hafði farið erlendis ásamt syni þeirra til að hitta manninn en hann ekki leyft henni að fara með soninn aftur heim. Loks komu þau öll til Íslands í janúar árið 2019.

Þann 24. janúar var lögregla kölluð til að heimili hennar vegna tilkynningar um heimilisofbeldi. Eftir það flutti maðurinn af heimilinu. Fór hann þá erlendis og hóf að dreifa kynferðislegu efni af konunni í gríð og erg. Fyrst sendi hann aðeins á hana sjálfa en síðar á aðra.

Röktu IP tölur til mannsins

Maðurinn neitaði að hafa sent póstana og hlekkina en lögregla gat rakið IP tölur sendinganna til þeirra staða sem hann dvaldi á. Einnig var augljóst að sendandinn þekkti vel til konunnar, en póstar voru meðal annars sendir á nánustu fjölskyldu hennar, vini og samstarfsfélaga.

„Þegar allt þetta efni er virt í heild sinni og tillit tekið til þeirra atriða sem hér að framan hafa verið rakin verður með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms staðfest sú niðurstaða hans að sannað sé að ákærði hafi sent öll skilaboð og myndefni sem í ákæru málsins eru rakin og viðhaft ummæli sem þar greinir,“ segir í dóminum.

Sérlega ófyrirleitin brot

Í dóminum segir að brotin hafi verið sérlega ófyrirleitin, staðið yfir í langan tíma og valdið barnsmóðurinni gríðarlegu tjóni. Fyrir utan hinn þyngda fangelsisdóm var manninum gert að greiða konunni 4,5 milljón krónur í bætur. Einnig um 6 milljónir í lögfræði og málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg