fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Snorri gerir stólpagrín að tilraun Þorsteins til að slaufa Ester bókhaldara Bónus

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. desember 2023 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, ritstjóri samnefnds netmiðils, gerði stólpagrín að Þorsteini V. Einarssyni, kynjafræðingi og umsjónarmanni Karlmennskunnar, í vikulegri yfirferð sinni um það sem bar hæst í fréttum þessa vikuna.

Snorri fjallaði þar um glímu Þorsteins við verslunarrisann Bónus en þar á bæ var tekin sú ákvörðun að selja ekki bók baráttumannsins, Þriðju vaktina, fyrir þessi jól.

Hafnað án málefnalegra ástæðna

Þorsteinn brást við með því að senda út heróp til fjölmargra fylgjenda sinna á samfélagsmiðlinum Instagram. „Bókinni var hafnað að því er virðist af fullkomlega huglægum og tilfinningalegum ástæðum án málefnalegra ástæðna,“ skrifaði Þorsteinn, nafngreindi svo starfsmann fyrirtækisins sem að átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti fylgismenn sína til þess að senda viðkomandi tölvupóst og krefjast útskýringa.

Snorri hafði greinilega afar gaman að uppátækinu og sérstaklega þá afhjúpuninni á starfsmanninum.

„Það er auðvitað verðug ábending hjá Þorsteini; að þarna séu huglægar og ómálefnalegar ástæður að baki ákvörðuninni hjá Bónus. Og við verðum alltaf að taka það alvarlega þegar einkafyrirtækið Bónus tekur órökstudda ákvörðun um að svoleiðis traðka á stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga til að selja sjálfsútgefið fræðsluefni sitt í Bónus. Þetta er alvarlegt mál og í svona tilvikum er stundum eina úrræði aktívista að gerast róttækir og  svipta hulunni af raunverulega gerandanum í málinu, sem var í þessu tilviki engin önnur en Ester í bókhaldsdeildinni,“ sagði Snorri í þættinum.

Gatekeeper allra bóka í Bónus

Ester í bókhaldsdeildinni í Bónus væri að sögn Þorsteins „gatekeeper allra bóka í Bónus“.

„Hvert er eina úrræði manns gagnvart slíkum gatekeeper, slíkum ómálefnalegum hliðverði? Jú auðvitað bara að afhjúpa hann, afhjúpa Ester og láta hana finna fyrir því. Þorsteinn var neyddur til að grípa til þess ráðs að hvetja alla 22 þúsund fylgjendur Karlmennskunnar á Instagram til þess að „senda endilega fyrirspurn“ á þennan skrifstofustarfsmann Bónus í tölvupósti, á netfang Esterar sem er birt í færslunni, til að “spyrjast fyrir” um ástæður þess að Bónus sé ekki að selja þessa bók um þriðju vaktina,“ sagði Snorri og gaf í skyn að Þorsteinn hefði prjónað aðeins yfir sig.

„Enginn óeðlilegur þrýstingur að siga 22 þúsund fylgjendum sínum beint á netfangið hjá Ester, engin áreitni í því, nei bara forvitni, bara einföld spurning: Af hverju, Ester, af hverju verður „Þriðja vaktin“ ekki seld í Bónus? Ertu með einhvern málefnalegan rökstuðning?,“ sagði Snorri og sagðist hafa áhuga á að vita hvernig tölvupóstur Esterar hafi litið út eftir hvatningu baráttumannsins.

Þrátt fyrir að Bónus hafi neitað að selja Þriðju Vaktina og Nettó hafi ekki einu sinni svarað Þorsteini varðandi sölu á bókinni þá hafa þegar selst um 1100 bækur, samkvæmt Instagram-síðu Þorsteins, sem verður að teljast fínn árangur.

Hér má hlusta á yfirferð Snorra um málið og hefst lesturinn á 9. mínútu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt