fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Skora á framkvæmdastjóra Gildi að afþakka starfslokagjöfina – Segja sjóðinn græða á neyð Grindvíkinga

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. desember 2023 15:05

Árni Guðmundsson og Davíð Rúdólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga,“

Skrifa feðgarnir og Grindvíkingar Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, og Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, í 

Hörður og Einar Hannes

Einar Hannes og Hörður hafa gengið í fararbroddi ákalls til banka og lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum, sem standa nú margir frammi fyrir að borga lán af fasteign sinni í Grindavík og þurfa jafnframt að leigja húsnæði til óviss tíma annars staðar.

Dæmið hér að ofan taka feðgarnir sem útskýringu á af hverju þeir fara fram á að lífeyrissjóðir aðstoði Grindvíkinga í neyð og svari ákallinu um að fella niður vexti og verðbætur lána, í það minnsta í þrjá mánuði, líkt og bankar landsins hafa gert. 

„Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli.“

Rekja þeir að fyrsta viðkvæði lífeyrissjóðanna, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur.  „Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit?“ spyrja Einar Hannes og Hörður.

Kostnaðurinn við framkvæmdastjóraskipti hærri en færi í aðstoð við Grindvíkinga

Benda þeir á að um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Í lok apríl var tilkynnt að Árni Guðmundsson, núverandi framkvæmdastjóri Gildis, myndi láta af störfum í lok árs og Davíð Rúdólfsson myndi taka við stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins á þeim tímapunkti. Í tilkynningu á vef Gildi kom fram að Árni hefur starfað hjá sjóðnum í rúmlega 41 ár þegar hann mun láta af störfum. Davíð hefur starfað hjá Gildi síðan árið 2008 og hefur verið staðgengill framkvæmdastjóra frá árinu 2016.

„Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum,“ segja Einar Hannes og Hörður.

„Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna.“

Einar Hannes og Hörður skora á Árna fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að „afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða og fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka