fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fréttir

Margrét fagnar sigri og er farin að trúa á réttarkerfið að nýju – „Ég var leidd í gildru“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 15. desember 2023 15:13

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir líflátshótanir í garð baráttukonunnar  Semu Erlu Serdar fyrir utan ölstofuna Benzin Café á Grensásvegi sem átti sér stað  árið 2018.

Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dómarinn Barbara Björnsdóttir kvað upp. Margrét var gríðarlega ósátt við niðurstöðuna og skrifaði í geðshræringu harðorða yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kjölfarið sem dró þann dilk á eftir sér að Barbara kærði hana fyrir meiðyrði.

Segir Semu hafa þekkt öll vitnin

Það mál er á sinni leið í gegnum réttarkerfið. Í samtali við DV fagnar Margrét niðurstöðu Landsréttar og er auðheyrilega búin að fá trúnna á kerfinu að nýju.

„Þetta er svakalega mikill léttir.Þetta er búið að reynast mér þungbært undanfarin fimm ár. Ég er búin að fá yfir mig holskeflu af hatri samhliða öllu þessu rugli,“ segir Margrét.

Hún kvaðst vera ánægð með að upplifa alvöru vinnubrögð hjá Landsrétti og þar hafi blasað við það sem hún hafi haldið fram frá upphafi. „Ég var leidd þarna í gildru,“ segir Margrét. Fullyrðir hún að Sema Erla og vitni málsins hafi öll þekkst en það hafi ekki verið tekið tillit til þess í héraði né hversu missaga vitnin hafi verið. Segir hún blasa við að Sema Erla hafi veist að henni eingöngu af því að henni mislíkar skoðanir Margrétar.

„Ég sagði ekkert ósatt“

„Niðurstaðan í héraði var réttarmorð,“ segir Margrét og bendir á að lögreglumaður sem hún þekkir hafi sagt henni að búið væri að ákveða sekt hennar. Með þá vitneskju bak við eyrun hafi hún eðlilega orðið fyrir miklu áfalli við niðurstöðuna og skrifað tilfinningaríka færslu þar sem hún úthúðaði Barböru dómara og vinnubrögðum hennar. Færsluna tók Margrét svo úr loftinu snemma næsta morgun.

Eins og áður segir fór Barbara hins vegar í mál við Margréti vegna ummæla hennar. Segist Margrét þó ekki kvíða því þinghaldi. „Ég sagði ekkert ósatt. Það þykir mjög sérstakt að hún hafi kært mig með allar beinagrindurnar sem hún er með í skápnum. Ég held að hún hafi hlaupið eitthvað á sig,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leita að ungum Íslendingi sem er grunaður í mannshvarfsmáli á Spáni – Mætti ekki fyrir dómara í desember

Leita að ungum Íslendingi sem er grunaður í mannshvarfsmáli á Spáni – Mætti ekki fyrir dómara í desember
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír ungir menn misstu af ferð til Tenerife vegna ölvunar

Þrír ungir menn misstu af ferð til Tenerife vegna ölvunar
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Íbúar höfðu lengi haft þungar áhyggjur af Alfreð Erling

Morðin í Neskaupstað: Íbúar höfðu lengi haft þungar áhyggjur af Alfreð Erling
Fréttir
Í gær

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Í gær

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim