fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Inga Sæland birtir nöfn þeirra sem sögðu nei: „Ég á engin orð sem lýsa fyrirlitningu minni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. desember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vandar ríkisstjórnarflokkunum ekki kveðjurnar eftir atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi. Ríkisstjórnarflokkarnir felldu breytingartillögu Flokks fólksins um skatta- og skerðingarlausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð.

Hefði tillagan náð fram að ganga hefði eldra fólk sem hefur enga aðra framfærslu en greiðslur frá Tryggingastofnun fengið 66.381 skatta- og skerðingarlausan jólabónus en Inga hefur bent á að sambærilegur jólabónus sé greiddur til öryrkja.

„Ég á engin orð sem lýsa fyrirlitningu minni gagnvart þessari framkomu stjórnarflokkanna við sárafátækt eldra fólk. Framganga þeirra lýsir engu öðru en stækri mannfyrirlitningu gagnvart sínum minnstu bræðrum og systrum,“ segir Inga í grein sem hún skrifaði og birtist á vef Vísis í morgun.

„Við erum að tala um rúmlega 2000 einstaklinga. Um helmingur þessa fólks fer frá því að vera öryrkjar með aldurstengda örorkuuppbót í það að verða 67 ára og komnir á eftirlaun. Við það missa þau aldurstengdu uppbótina og lækka stórlega í launum. Fara úr því að vera mjög fátækir yfir í það að vera komnir í sárafátækt. Þetta eru að stærstum hluta fullorðnar konur sem eiga engan rétt úr lífeyrissjóði þar sem þær unnu alla sína starfsævi sem heimavinnandi húsmæður,“ segir Inga og setur málið í samhengi.

„Framlagið sem við báðum stjórnarflokkana um (140 millj.) til að geta hjálpað þeim fyrir jólin er svipuð upphæð og þau greiða á rúmum 10 tímum af erlendum skuldum ríkisins. Það var engan bilbug á þeim að finna í atkvæðagreiðslunni þar sem þau kokhraust sögðu NEI!“

Inga birtir mynd af þeim sem greiddu gegn tillögunni eins og hún hafði lofað í annarri grein sem hún skrifaði í vikunni. „Það verður sannarlega eftir því tekið af þjóðinni allri hvernig ráðamenn líta þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Flokkur fólksins mun sjá til þess að enginn Íslendingur missi af þeirra innsta eðli,“ sagði hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti