fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Farangurssvikahrapparnir aftur komnir á kreik

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 14. desember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birt hefur verið auglýsing á Facebook undir merkjum Isavia þar sem farangur sem hefur legið í geymslum fyrirtækisins, í meira en 6 mánuði er auglýstur til sölu á aðeins 1 evru á hverja tösku. Mynd er birt með auglýsingunni þar sjá má töskur í röðum, í hillum, og virðast þær sumar hverjar vera merktar með innritunarmiðum af flugvelli. Áhugasöm eru beðin um að smella á „hnapp“ til að fara inn á heimasíðu og panta sér tösku. Hér er þó ekki um raunverulegt tilboð að ræða heldur tilraun svikahrappa til að afvegaleiða fólk og væntanlega hafa af því fé. Til merkis um það er búið að setja spjöld yfir myndina en á þeim stendur „týnd ferðatösku“.

Eins og DV hefur greint frá er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkar auglýsingar eru birtar. Í síðasta mánuði var nokkuð um að fólk hefði samband við Isavia í kjölfar slíkrar auglýsingar sem þá var birt undir merkjum Keflavíkurflugvallar, Kef-Airport. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia áréttaði þá í samtali við Rás 2 að Isavia seldi ekki ósóttan farangur undir nokkrum kringumstæðum. Hann sagði að eina leiðin til að auglýsingarnar yrðu teknar niður væri ef nógu margt fólk myndi tilkynna þær til Meta móðurfyrirtækis Facebook.

Sjá einnig: Dæmi um að fólk hafi fallið í gryfjuna og lýst yfir áhuga á að kaupa týndan farangur

Eins og í fyrri auglýsingunni má fyrir neðan þessa lesa ummæli einstaklinga á íslensku þar sem mælt er eindregið með tilboðinu. Allir einstaklingarnir sem birta athugasemdir eru með erlend nöfn og líklega er um gervireikninga að ræða. Með sumum athugasemdanna eru birtar myndir sem eiga að sýna hvað var í töskunni sem viðkomandi keypti. Væntanlega er markmiðið með athugasemdunum að auka trúverðugleika svikanna.

Meðal ummæla eru:

„Þegar ég sagði vinum mínum að ég hefði pantað ferðatösku á 1 evru fóru þeir að hlæja að mér. En eftir að ferðatöskan kom og þeir sáu hvað var inni fóru þeir strax að spyrja mig hvernig ætti að panta svona ferðatösku.“

„Ég var mjög efins um þetta tilboð, en ég ákvað samt að leggja inn pöntun og ég sé ekki eftir því einu sinni því það var fullt af flottum mismunandi hlutum í ferðatöskunni. Ég er nú þegar farin að leggja inn aðra pöntun.“

„Eftir að ég borgaði fyrir pöntunina hélt ég að ég hefði verið blekkt, en nokkrum dögum síðar hringdi sendillinn í mig og sagði að ferðataskan mín væri þegar á leiðinni til mín. Það er mjög áhugavert hvað verður inni.“

Það ber að ítreka að Isavia selur ekki ósóttan farangur og um svik er að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt