fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Albanskur rannsóknarlögreglumaður leitar hælis hér á landi – Rannsakaði mafíuna í heimalandinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. desember 2023 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albanskur maður um fimmtugt, Andi Begaj, sem starfaði sem rannsóknarlögreglumaður í Albaníu og rannsakaði glæpi mafíunnar í heimalandi sínu, hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og ólögráða syni sína tvo sem eru með honum hér á landi.

Útlendingastofnun hefur hafnað umsókn mannsins á grundvelli þess að Albanía teljist öruggt land. Hann hefur kært úrskurðinn og mál hans er núna til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála.

Andi starfaði sem rannsóknarlögreglumaður í borginni Vlore í Albaníu. Hann segir í viðtali við Útlendingastofnun, en DV hefur undir höndum afrit af endurriti viðtalsins:

„9. september 2011 var dómari sprengdur í loft upp með sprengju. 2011 var ég að vinna sem rannsóknarlögreglumaður, ég fór að rannsaka málið með dómarann, þegar að mafían fann út að ég væri að vinna í málinu. 27. janúar 2012 var sett sprengja undir bílinn minn. Á þessum tíma vissi ég ekki hver hefði gert þetta. Svo hélt áreitið áfram og svo sprakk bíllinn minn um nóttina. Svo er lögreglumaður sem vottar að þetta hafi gerst.“

Andi segir síðan að árið 2017 hafi hann verið tekinn úr rannsókninni og fluttu í tollgæslu. Áreitið hafi mafíunnarhaldið áfram þar. Hann lýsir ofsóknum sem leiddu til þess að konan hans fór frá honum en hann fer nú einn með forsjá sona sinna tveggja sem eru með honum hér á landi.  Árið 2021 elti mafían eldri son mannsins en syninum tókst að komast undan, samkvæmt viðtali Andi við Útlendingastofnun.

Gögn sem DV hefur séð um málið benda eindregið til þess að bíll hans hafi sannarlega verið sprengdur í loft upp, sem og að hann hafi starfað sem rannsóknarlögreglumaður í Albaníu, m.a. vottorð frá sakóknara í Vlore.

„Mafían er sterk þarna í Albaníu og hann hefur lagt fram gögn sem sýna að hann var að rannsaka þá, bæði fréttir og þess háttar, og bíllinn hans var sannarlega sprengdur í loft upp,“ segir lögmaður mannsins, Leifur Runólfsson. Andi befur meðal annars lagt fram blaðagreinar þar sem sagt er frá þessum málum. Einnig liggja fyrir vottorð sem sýna að hann hefur starfað sem lögreglumaður í Albaníu.

„Albanía er á lista yfir örugg ríki hjá Útlendingastofnun, enda er það öruggt fyrir allflesta,“ segir Runólfur, en telur að það eigi ekki við í þessu máli:

„Ég tel að í 99% tilvika sé rétt að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd sem koma frá Albaníu aftur til baka, en ég held að þetta sé algjört undantekningartilvik,“ segir Leifur. Aðspurður hvort maðurinn og synir hans séu í lífshættu ef þeir snúa aftur til Albaníu segir hann: „Ég tel að margt bendi til þess. Og ég tel að hann eigi að fá hæli hér á landi. Þetta er algjört undantekningartilvik, að mínu mati.“

Fjallað er um mál Andi Begaj á Nútímanum, sem boðar viðtal við hann á næstunni. Þar segir ónefndur heimildarmaður að Andi gæti hjálpað íslensku lögreglunni í baráttu við albönsku mafíuna sem skotið hefur rótum hér á landi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks