fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Aftur skitið á bíl Ragnars – „Jólasveinn kom til mín í gær“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. desember 2023 10:05

Myndbandið var birt á þriðjudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í annað skiptið á þessu ári kom grímuklædd vera um miðja nótt og gekk örna sinna á húddið á bíl Ragnars Þórs Egilssonar, íbúa Digranesi í Kópavogi. Í þetta sinn var það jólasveinn.

„Jólasveinn kom til mín í gær, Vildi fá að nota klósettið hjá mér. Gat ekki leyft honum það,“ segir Ragnar Þór í færslu með myndbandi af atvikinu á Youtube, sem tekið var úr eftirlitsmyndavélakerfi við hús hans. Myndbandið var birt þriðjudaginn 12. desember.

„Ég hef ekki hugmynd að jólasveininn vildi mér. Eða hvaða jólasvein þetta er, Ein sem ég veit að hann hefur komið áður. Sömu skór,“ segir hann.

Skjáskot úr myndbandinu.

Á myndbandinu sést manneskja, klædd í sígildan jólasveinabúning, koma að Chevrolet bifreið Ragnars Þórs. Girðir hún niður um sig, lætur vaða á vélarhlífina og hverfur svo út í nóttina.

Djákninn á Myrká

DV fjallaði um fyrra tilfellið þann 5. febrúar á þessu ári. Þá kom upp nákvæmlega eins atvik, nema hvað þá var það ekki jólasveinn sem hafði saurlát á bílinn heldur myrkravera sem líktist sjálfum Djáknanum á Myrká.

Sjá einnig:

Grímuklæddur maður í skikkju gekk örna sinna á bíl Ragnars – Telur málið tengjast hatrömmum nágrannaerjum

Í samtali við Ragnar þá sagðist hann vera sannfærður um að atvikið tengdist hatrömmum nágrannaerjum sem hann stæði í og tengdust þvottahúsinu. Taldi hann þvottahúsið vera sína séreign og fór málið fyrir dómstóla sem dæmdi Ragnari í óhag. Ragnar sagði að myrkraveran væri þó ekki nágranninn sem hann hefði átt í stappi við.

Fylgdist með í rauntíma

Ragnar setti upp eftirlitsmyndavélina af ótta við glæpamenn. Það væri nokkuð algegnt að óprúttnir aðilar reyndu að komast inn í bíla og heimili fólks í hverfinu til þess að rupla og ræna. Ragnar fylgdist vel með myndavélakerfi sínu og hafði séð veruna koma áður án þess að skíta eða reyna nokkuð að skemma eignir hans.

Skjáskot úr fyrra myndbandinu.

Þegar myrkraveran kom og skeit á bílinn fylgdist Ragnar með atvikinu í rauntíma. Hann er hins vegar í hjólastól og gat því ekki hlaupið út til þess að ná í skottið á henni.

„Ef þetta eru einhver skilaboð þá er ég bara of heimskur til að skilja þau. Ég þarf betri skilaboð,“ sagði Ragnar á sínum tíma.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar