fbpx
Laugardagur 19.október 2024
Fréttir

Anita sár og svekkt: Læknirinn hennar sviptur réttindum – „Einn af örfáum læknum með hjartað á réttum stað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. desember 2023 08:58

Anita da Silva Bjarnadóttir og Árni Tómas Ragnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjargar lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum.“

Svona hefst pistill Anitu da Silva Bjarnadóttur, konu sem er gigtarsjúklingur og beinir orðum sínum til landlæknis.

„Árni Tómas Ragnarsson. Yndislegur maður og einn af örfáum læknum með hjartað á réttum stað og allur af vilja gerður til að hlusta, trúa og lækna,“ segir hún í pistlinum á Vísi.

Árni Tómas gigtarlæknir hefur verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og má ekki ávísa lyfjum til sjúklinga sinna. Ástæðan er afstaða hans gagnvart skaðaminnkunarúrræði sem felst í því að skrifa upp á lyf fyrir fíkla.

Hann tjáði sig um málið í pistli í Morgunblaðinu í september 2022, þar sagði hann meðal annars:

„Ég og nokkr­ir aðrir lækn­ar tók­um upp sam­starf við Frú Ragn­heiði og feng­um ábend­ing­ar um það hverj­ir væru mest veik­ir og vel treyst­andi. Við fór­um því að skrifa út lyf­seðla með stór­um skömmt­um af morfíni, sem fíkl­arn­ir gátu sótt í apó­tek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrk­leika. Þetta hef­ur verið hálf­gert feimn­is­mál, en það hef­ur verið sann­fær­ing okk­ar að með þessu séum við að minnka skaðann fyr­ir þessa skjól­stæðinga okk­ar – rétt eins og fyr­ir aðra. Þetta hef­ur gengið skín­andi vel, heilsa og líðan skjól­stæðinga okk­ar hef­ur stór­batnað og marg­ir hafa tekið stórt skref út í lífið, fengið sér vinnu og betra hús­næði, kvíðinn hef­ur minnkað og þeir þurfa ekki leng­ur að stela til að geta lifað af.“

Sjá einnig: Læknir réttlætir að hafa skrifað út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni

Í maí á þessu ári skrifaði Árni Tómas aðra grein í Morgunblaðinu og greindi frá því að í kjölfar fyrri greinarinnar hafi hann verið kallaður á fund Ölmu D. Möller landlæknis.

„Hún benti mér á að ég væri að fara á svig við reglur með þess­ari starf­semi minni, en á móti benti ég á að þetta fólk ætti skilið samúð og viðeig­andi meðferð við sjúk­dómi sín­um eins og annað veikt fólk. Ég sagði henni einnig hvað meðferð mín hefði gjör­breytt lífi þess­ara skjól­stæðinga minna og að ég vonaði að þeir kæm­ust út úr þess­um víta­hring al­veg eins mikið og hún. Mér bæri skylda til að sinna öll­um skjól­stæðing­um mín­um eins vel og hægt væri í þeirra þágu til að lina vanda þeirra.“

Sjá einnig: Læknir segir líf skjólstæðinga sinna betra eftir að hann fór að skrifa út morfín fyrir þá

„Hann sinnir einnig fólki eins og mér“

Anita da Silva er ósátt við ákvörðun landlæknis. „Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk; fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf,“ segir Anita.

„En þar vandast málin því hann sinnir einnig fólki eins og mér. Alvarlegum verkjasjúkling sem eins og fíklarnir, mæti fordómum, neitun og skilningsleysi vegna sjúkdóms sem ég ber ekki utan á mér. Ég er alltaf vel til höfð, sæist aldrei á mér að ég ligg í rúminu að kveljast ef ég fer út á meðal fólks. Ég þarf að velja og hafna hvað ég geri af því ég þarf alltaf að borga líkamlega fyrir allt næsta dag.

Sjúklingur sem hefur aldrei misnotað lyfin sín, en er nú í lausu lofti með aðstoð eða hvert á að leita til þess að fá sín lyf og getað verið partur af samfélaginu, unnið, séð um barnið mitt og hreyft mig. Og við erum mörg sem stöndum nú frammi fyrir að vera með í maganum yfir því að þurfa annað hvort að vera á löngum biðlista eftir nýjum gigtarlækni sem líklegast sýnir heldur engan skilning þar sem vefjagigt er meira taugasjúkdómur en gigt og því ekki nóg að taka eina íbúfen og fara í heitt bað eða göngutúr.

Eða, að þurfa að stífla heilsugæslunnar í leit að heimilislækni sem er til í að hlusta og halda sömu meðferð áfram. Þetta er ekki boðlegt. Það er ekki boðlegt og hreint út sagt ógeðslegt að við sem ekki erum fíklar þurfum að leita og bíða og vona að fá hjálp, vegna örfárra sem misnota lyf. Þar sem jú það er bara mjög lítil prósenta fólks.“

Hún spyr: „Hvað með okkur hin? Fyrir utan að nú munið þið hafa það blóð á ykkar höndum að þeir fíklar sem fengu meðferð fara út á götu og kaupa sér fentanýl og deyja. En ykkur er sama um þennan hóp að sjálfsögðu.“

„Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku“

Anita skorar á landlækni að veita Árna Tómasi aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum. „Þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum.“

Hún segir að ákvörðun landlæknis sé skammarleg og vanhæf. „Hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er.“

Hún segir að ef ekki mun kerfið stíflast þar sem þessir aðilar þurfi að leita til fagaðila sem þekkja ekki sjúkdóminn. „Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu,“ segir hún og bætir við:

„Þið kannski viljið að verkjasjúklingar liggi heima og séu ekki fyrir, á bótum og jafnvel leita á svartan markað fyrir verkjastillingu.“

Að lokum segir Anita að hún og fólk sem er einnig andvígt ákvörðun landlæknis muni ekki bakka með þetta. „[Við] gerum veður yfir þessu í fjölmiðlum ef þetta verður svona. Það verða mótmæli [í dag] þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrsta könnun eftir stjórnarslit – Samfylking enn þá stærst og VG mælist inni

Fyrsta könnun eftir stjórnarslit – Samfylking enn þá stærst og VG mælist inni
Fréttir
Í gær

Forstjóri Iceland berst við Ísland um einkaleyfi nafnsins – „Fyrir mig persónulega og fjölskyldufyrirtækið okkar skiptir þetta miklu máli“

Forstjóri Iceland berst við Ísland um einkaleyfi nafnsins – „Fyrir mig persónulega og fjölskyldufyrirtækið okkar skiptir þetta miklu máli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að nauðga konu á heimili sínu

Sakaður um að nauðga konu á heimili sínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn dæmdur í sex ára fangelsi

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn dæmdur í sex ára fangelsi