fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Úkraínumenn drápu meintan svikara í Moskvu – Fyrrum þingmaður sem sagði Zelensky vera kókhaus

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 18:00

Illya Kyva ásamt barnsmóður sinni. Til hægri er mynd af líki hans sem dreift var af úkraínsku leyniþjónustunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi úkraínskur þingmaður, Ilya Kyva, var myrtur í Moskvu í síðustu viku af úkraínskum útsendurum. Daily Mail greinir frá því að úkraínska leyniþjónustan, SBU, hafi lekið hrottalegum myndum af líki hans auk myndar af vopnunum, sem voru notuð til að ráða hann af dögum, hangandi í tré.

Þá var einnig lekið myndbandi þar sem flugumaðurinn Úkraínumanna sést undirbúa morðið.

Tilgangurinn með lekanum er sagður vera sá að senda öðrum Úkraínumönnum, sem svikið hafi lit og gengið til liðs við Rússa, skilaboð um hvað biði þeirra. Ekki síst til þeirra sem að flutt hafa til Rússlands og telja sig óhulta þar.

„Þetta eru skilaboð til allra svikara og stríðsglæpamanna sem hafa gengið til liðs við Rússa. Munið að Rússar munu ekki vernda ykkur. Dauðinn er það eina sem bíður óvinum Úkraínu,“ er haft eftir ónafngreindum aðila í frétt miðilsins.

Kyva var leiðtogi flokks sósíalista og sat á þingi árin 2017-2019. Hann var meðal þeirra sem bauð sig fram til forseta árið 2019 en varð að lúta í lægra haldi fyrir Volodymyr Zelensky og í kjölfarið snerist hann á sveif með Rússum. Sótti hann um pólitískt hæli í Rússalandi og fékk þarlent vegabréf.

Kyva var harðorður í garð Zelensky og sagði hann vera handbendi Breta auk þess sem hann væri kókaínfíkill.

Þingmaðurinn fyrrverandi hafði nýlega verið dæmdur í 14 ára fangelsi í Úkraínu fyrir föðurlandssvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi