Föstudaginn 8. desember var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur karli og konu fyrir stórfellt smygl á ópíóðalyfinu Oxycontin.
Fólkið er sakað um að hafa flutt hingað til lands með flugi 1199 stykki af 80 mg Oxycontin-töflum. Efnin voru falin í tveimur sælgætispokum og voru þau ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Fólkið var tekið á Keflavíkurflugvelli með efnin mánudagskvöldið 18. september síðastliðinn.
Héraðssaksóknari krefst þess að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á Oxycontin-töflunum.