fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við því að öryggisgæsla á samkomum líkt og fram fór á föstudag í Veröld, húsi Vigdísar, verði hert eftir að mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að meiri öryggisgæsla verði þannig viðhöfð á samkomu til minningar um helförina en til stóð. Morgunblaðið ræddi við fulltrúa erlends ríkis sem sagði að hætt hefði verið við að hafa opið á minningarstund um helförina því ekki væri lengur á það hættandi.

Þá ræddi Morgunblaðið við fulltrúa annars erlends ríkis sem sagði það koma mjög á óvart að mótmælendur gætu tekið yfir fundi í Háskóla Íslands líkt og þeir gerðu á föstudag.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði við mbl.is á föstudag að mótmælendur í Veröld hefðu gengið of langt. Benti hann á að hingað til hefði ekki verið talin þörf á mikilli gæslu í kringum ráðamenn.

„Þetta er bara í skoðun eft­ir þá at­b­urðarás sem við sáum þarna. Þetta er nátt­úru­lega eng­an veg­inn viðeig­andi,“ sagði Karl Steinar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít