fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Örvar reyndi að bjarga lífi Tómasar – „Ég hef aldrei séð svona mikið blóð, þetta var eins og sláturhús“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. desember 2023 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvar Reyr Guðjónsson er ungur maður sem kom á vettvang á undan lögreglu og sjúkraliði, nóttina sem Tómas Waagfjörð lét lífið á Ólafsfirði, þann 3. október árið 2022. Örvar beitti skyndihjálp í því skyni að reyna að bjarga lifi Tómasar sem hafði verið stunginn með hnífi.

Örvar bar vitni í dag, fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri, í morðmáli sem hefur verið höfðað á hendur Steinþóri Einarssyni  fyrir að hafa orðið Tómasi að bana. Vitnisburður Örvars var ekki hagstæður hinum ákærða, sem ber við sjálfsvörn.

„Við vorum á rúntinum, ég og stelpa, og þá tók ég eftir konu í glugganum á einu húsi sem virtist vera í geðrofi,“ sagði Örvar í vitnastúku í dag og lýsti því síðan að hann hefði stöðvað fyrir utan húsið og ekið síðan aðeins í burtu og hringt í neyðarlínuna. Þar var honum tjáð að það hefði orðið hnífstunga og var Örvar spurður hvort hann kynni skyndihjálp. Varð það úr að hann færi inn í húsið til að freista þess að hjálpa til.

„Ég hljóp upp stigann og inn. Ég hef aldrei séð svona mikið blóð, þetta var eins og sláturhús,“ sagði Örvar. Hann sagði að Tómas hefið setið á gólfinu úti í horni í eldhúsinu. Hann hefði í fyrstu virst vera með opin augu en þegar betur var að gáð sýndi hann ekki lífsmörk. Örvar færði þá eldhúsborðið frá til að skapa sér pláss, og dró Tómas niður í gólfið. Hann reyndi síðan hjartahnoð við Tómas en án árangurs.

Örvar segir að Guðbjörg Svava, fyrrverandi eiginkona hins látna, sem sjálf lést áður en til réttarhaldanna kom, hafi sagt sér á staðnum að Steinþór Einarsson, hinn ákærði, hefði ráðist á Tómas. Verjandi Steinþórs, Snorri Sturluson, dró þennan framburð í efa og sagði að í lögregluskýrslu segi Örvar að Guðbjörg Svava hefði sagt honum að Tómas hefði ráðist á Steinþór sem hefði snúist til varnar. Örvar sagði að ef hann hafi sagt þetta þá hafi það verið mismæli, auðvelt væri að ruglast á nöfnum. Hann sagðist muna atvikin eins vel og þau hefðu gerst í gær og að hann væri handviss um að Guðbjörg Svava hefði sagt að Steinþór hefði ráðist á Tómas, en ekki öfugt. „Ég man þetta 100%, ef ég sagði að mér hefði verið sagt að Tómas hefði ráðist á Steinþór þá var það mismæli, það er auðvelt að mismæla sig á nafni.“

Örvari var tjáð á vettvangi að hnífurinn, morðvopnið, væri í blómapotti. Fann hann hnífinn stungnum á skaftinu í moldina. Tók hann hnífinn upp með servíettu og færði á annan stað þar sem hann blasti við lögreglu er hún kom á vettvang.

Örvar sagðist þekkja hvorugan manninn, hvorki hinn látna né hinn ákærða, hann hefði engra hagsmuna að gæta og skýrði einfaldlega frá atburðum eins og hann upplifði þá.

Ekki náðist samband við Örvar við vinnslu fréttarinnar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít