fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Ísraelskir borgarar segja frá hvernig var að vera gíslar Hamas – „Ég svaf ekki í 49 daga“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 16:30

Itay Regev og Maya Regev sögðu frá því hvernig var að vera í gíslingu Hamas. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir ísraelsku borgarar sem voru teknir í gíslingu Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn en hefur nú verið sleppt hafa sumir hverjir sagt sögu sína. Þeir greina meðal annars frá hungri, litlum svefni og gríðarlegum ótta. Sum líktu gíslingunni við helvíti.

Skynews greinir frá þessu.

Myndbönd með frásögnum fólksins voru spiluð á mótmælafundi í Tel Aviv síðastliðinn laugardag. Á fundinu var þess krafist að þeir 130 gíslar sem enn eru í haldi Hamas verði látnir lausir.

Meðal þeirra sem sögðu sögu sína eru systkinin Itay og Maya Regev en þau voru gestir á Supernova tónlistarhátíðinni en Hamas liðar skutu yfir 350 gesti hátíðarinnar til bana.

Systkinin voru hins vegar bæði tekin í gíslingu og haldið á sitt hvorum staðnum þar til þau voru látin laus í lok nóvember.

Itay segir að hver dagur hafi verið heila eilífð að líða. Hann lýsir hungri, söknuði eftir fjölskyldu sinni og erfiðleikum við að höndla þær erfiðu aðstæður sem hann stóð frammi fyrir.

Systir hans, Maya, bætti við:

„Hver dagur þarna var eins og helvíti. Mikill ótti, enginn svefn. Á nóttunni varð þráin gríðarleg og það að vita ekki var bara ógnvekjandi.“

Margalit Moses sem er 78 ára og hefur lifað af krabbamein var einnig meðal þeirra sem sögðu frá. Hún sagði að einn gíslatökumannanna hefði tekið af sér súrefnistank sem hún þarf að nota:

„Ég gat andað en ég gat ekki sofið. Ég svaf ekki í 49 daga.“

Hún sagði það hafa verið óbærilegt að vera í gíslingu í neðanjarðargöngum Hamas á Gaza og það yrði að ná þeim gíslum sem enn væru þar til baka.

Ofelia Rutman er 77 ára en Hamas liðar rændu henni en hún sat á dráttarvél á samyrkjubúinu þar sem hún býr:

„Ég var hrædd fyrstu tvær vikurnar. Ég var nánast alfarið án ljóss og matar. Þetta minnti mig á Helförina. Ég át sneiðar af pítu og geymdi þær svo ég hefði eitthvað að borða daginn eftir.“

Hún kallaði eftir því að allt sem mögulegt er verði gert til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas:

„Einn dagur þarna er eins og heil vika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi