fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ásthildur tekur Ásgeir og fleiri til bæna – „Hann yrði að skulda 120 milljónir til að lenda í svipaðri stöðu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir að í dag séu heimili landsins neydd til að afhenda bönkunum fé sem þau vinna fyrir hörðum höndum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í langri grein Ásthildar sem birtist á vef Vísis í morgun. Þar skrifar hún um ofbeldi af ýmsu tagi og fjallar sérstaklega fjárhagslegt ofbeldi sem er henni hugleikið.

99,5% af útborguðum launum

Ásthildur bendir á að sá sem hafi 600 þúsund krónur í laun fái 444 þúsund krónur í vasann.

„Hafi hann tekið 40 milljón króna lán á 4% vöxtum þá greiddi hann 133.000 krónur í vexti eða 30% af útborguðum launum. Í dag borgar hann hins vegar 358.000 krónur í vexti eða 81% af launum sínum og heildarafborgun lánsins er komin í 442.000 krónur eða 99,5% af útborguðum launum. Svo er spurning hvað hann gerir við tvö þúsund kallinn; borðar hann eina máltíð eða greiðir af rafmagninu?“

Ásthildur spyr hvernig þetta sé ekki ofbeldi og segir að viðkomandi hefði allt eins getað tekið lán hjá mafíunni. Það sé henni samt til efs að einu sinni hún hefði látið sér detta í hug að bjóða upp á afarkosti sem þessa.

Myndu frekar vilja 10% verðbólgu

Hún segir að margir ráðherrar hafi tekið undir með seðlabankastjóra og sagt það vera stærsta hagsmunamál heimilanna að ná niður verðbólgunni. Það sé ekki rétt.

„Þó að verðbólgan sé slæm þá eru aðgerðirnar gegn henni mörgum sinnum verri og stærsta hagsmunamál heimilanna er að geta greitt af húsnæði sínu og eiga fyrir mat.“

Hún segir að væru heimilin spurð sé hún ekki í vafa um að þau myndu frekar vilja 10% verðbólgu sem þýðir 10 – 50.000 króna aukningu á mánaðarlegum útgjöldum, en að vera neydd til að greiða 200 – 300 þúsundum meira á hverjum einasta mánuði, vegna vaxtahækkana.

Líður vel á fyrsta farrými

Ásthildur segir að allt sé þetta gert í boði og í skjóli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í þeim tilgangi að sigrast á verðbólgunni.

„Fólkið sem leggur þetta á heimilin er ekki með 444.000 til umráða eftir skatta eins og í dæminu hér á undan. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri er t.d. með um 2,2 milljónir á mánuði, eða um 1,3 milljónir í útborguð laun. 442.000 í greiðslubyrði á mánuði er þannig ekki nema um 34% af útborguðum launum hans. Hann yrði að skulda 120 milljónir til að lenda í svipaðri stöðu og hinn venjulegi meðaljón. Það sama má segja um ráðherrana sem leggja blessun sína yfir þetta allt.“

Hún segir að ekkert af þessu fólki sé að fara að lenda í vanda og því líði vel á fyrsta farrými.

„Þau hafa hins vegar ákveðið að pöpullinn á þriðja farrými sé ásættanlegur fórnarkostnaður. Svona svipað og konungar og stríðsherrar allra tíma, sem hafa litið á pöpulinn sem fallbyssufóður og ásættanlegan fórnarkostnað til að ná markmiðum sínum.“

Alla grein Ásthildar Lóu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít