fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Allir starfsmenn fá milljón í jólabónus – „Starfsfólkið er það sem heldur fyrirtækinu gangandi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 13:10

Pratik Kumar, stofnandi og eigandi App Dynamic.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fyrirtækið App Dynamic ætlar að gefa öllum starfsmönnum sínum eina milljón króna í jólabónus. Fyrirtækið nýtur mikillar velgengni þó fáir hafi ef til vill heyrt af því.

Viðskiptablaðið greinir frá þessari einstöku jólagjöf fyrirtækisins.

Í fréttinni er bent á að velta fyrirtækisins á síðasta ári hafi numið 1,4 milljörðum króna og hagnaðurinn 585 milljónum. Starfsmenn fá því að njóta góðs af þessari velgengni.

Stofnandi fyrirtækisins, Pratik Kumar, var í viðtali við DV sumarið 2018 og þar sagði hann frá því hvernig það kom til að fyrirtækið varð til. Í viðtalinu kom fram að fyrirtækið hafi starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims, til dæmis Philips, Microsoft, Intel, Harman Kardon og Samsung.

Patrik fæddist og ólst upp í Nýju-Delí í Indlandi þar sem fjölskylda hans átti verksmiðju sem framleiddi hina ýmsu parta fyrir vélar. Fjölskyldan var vel stæð á indverskan mælikvarða og störfuðu til dæmis sex manns við að þjóna fjölskyldunni á hverjum degi.

Í umræddu viðtali kom hann einmitt líka inn á mikilvægi þess að hafa ánægt starfsfólk í vinnu.

„Vandamálið með allt of mörg tæknifyrirtæki á Íslandi er að þau átta sig ekki á því að án tæknifólksins er fyrirtækið ekki neitt, þetta eru tæknifyrirtæki. Það er of oft sú vinnustaðamenning að yfirmennirnir eða þeir sem stjórna peningunum innan fyrirtækisins haldi að þeir séu verðmætustu starfsmennirnir innan fyrirtækisins en líta á tæknifólkið sem auðveldlega útskiptanlegan hlut, þetta hugarfar gefur þér eingöngu sæmilega góða frammistöðu. Þú getur alveg rekið banka á þann máta en ef þú vilt byggja upp gott tæknifyrirtæki þá getur það tekið mörg ár fyrir starfsmann að koma sér almennilega inn í starfið og fara framleiða alvöru verðmæti innan fyrirtækisins. Starfsfólk er ekki einhver eign sem þú ert að borga mánaðarlegar afborganir af, heldur er starfsfólkið það sem heldur fyrirtækinu gangandi, því án þess er framleiðsluvaran þín ekkert nema hugmynd. Án þessa frábæra starfsfólks sem ég hef, hefði þetta tæki sem við vorum að setja í framleiðslu aldrei orðið að raunveruleika,“ sagði hann meðal annars.

 

Íslenska fyrirtækið sem malar gull en enginn veit af

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít