fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2023 19:00

Rafskútur eru úti um allt nú til dags og ekki eru allir sáttir við það. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) mælast til þess að sveitarfélög geri ekki samninga við rafskútufyrirtæki með stöðvalausar hjólaleigur. Reynslan sýni að hjólunum sé lagt út um allt, þar á meðal í veg fyrir hjólreiðamenn.

Þetta kemur fram í bréfi sem LHM sendu á bæjarstjórn Reykjanesbæjar þar sem samningum sveitarfélagsins, við Hopp og ZOLO, er mótmælt. En mótmælin eru ætluð öðrum sveitarfélögum líka og mælst er til þess að samráð verði haft um þessi mál.

„Reynslan af fyrirkomulagi með stöðvalausar hjólaleigur síðan 2019, þegar tilraunir með slíkt hófust á höfuðborgarsvæðinu, sýna svo ekki verður um villst að miklir vankantar eru á fyrirkomulaginu. Umgengni um leigurafhlaupahjól og notkun þeirra er almennt óboðleg frá mörgum sjónarhornum en frá sjónarhóli LHM er það fyrst og fremst vandamál að rafhlaupahjól eru skilin eftir á hjólastígum og öðrum algengum hjólaleiðum með mjög varhugaverðum hætti,“ segir í bréfinu og bent er á ákvæði umferðarlaga því til stuðnings.

„Þetta eru regluleg og ítrekuð tilfelli og kerfisbundið ástand. LHM mælist til þess að samningar við hjólaleigur verði ekki gerðir, framlengdir eða endurnýjaðir nema að forsendur breytist mjög mikið til að taka á þessu vandamáli með skýrum hætti og staðföstum aðgerðum,“ segir enn fremur.

Skilin eftir án leyfa eða samninga

Rakin er staða samninga rafskútufyrirtækjanna við stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og bent er á að þó að einhverjir þeirra séu runnir út þá haldi fyrirtækin áfram starfsemi í viðkomandi sveitarfélögum.

„Það eru því ekki samningar í gildi við OSS, Hopp og ZOLO í nokkrum sveitarfélögum en leigurnar eru engu að síður með starfsemi í þeim sveitarfélögum. Rafhlaupahjól þeirra eru skilin eftir á landi þeirra sveitarfélaga án leyfa eða samninga,“ segir í bréfinu.

Hindrun á 200 metra fresti

Minnst er á að París hafi fyrst höfuðborga í Evrópu hafið tilraunir með rafskútuleigur árið 2018. Það hafi reynst illa og að lokum hafi þær verið bannaðar á þessu ári. LHM vill meina að reynslan á Íslandi hafi ekkert verið betri.

Sjá einnig:

Hafa fengið nóg – Útleiga rafskúta bönnuð í borginni

Samkvæmt talningum hjá þeim sem standa að Facebook hópnum „Verst lagða rafskútan“ sé rafskúta fyrir vegfarendum á 200 metra fresti á algengum hjólaleiðum. Um 70 prósent þeirra sé illa lagt. Sé þetta ígildi þess að skilja eftir 30 kílógramma steinhnullunga eða 125 sentimetra langa trédrumba tilviljanakennt á hjólaleiðum. Mikil slysahætta sé af þessu og minnt er á ábyrgð sveitarfélaganna sem veghaldara.

Þrjár lausnir

LHM leggur til þrjár lausnir. Að banna rafskútuleigur, að skylda rafskútuleigur til að vera með afmörkuð stæði eða herða mjög mikið kröfurnar.

„Leigurnar yrðu að vera með víðtæk bannsvæði á öllum hjólaleiðum. Þessi bannsvæði yrðu að vera samræmd milli leiganna. Framfylgja þyrfti þessu banni nákvæmlega. Enn fremur telur LHM að setja yrði að setja lágmarkskröfur um laust pláss á öðrum tegundum stíga og staða þegar rafhlaupahjóli hefur verið lagt,“ segir í harðorðu bréfinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur