Morgunblaðið segir frá þessu í dag.
Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, segir að hækkanir á öllum vörum um allan heim hafi haft áhrif undanfarin misseri. Því sé ánægjulegt þegar tækifæri gefst að bjóða vöru sem framleidd er við sambærilegar aðstæður og íslenskur kjúklingur á mun lægra verði.
„Og eftirspurnin er til staðar, það sést á viðtökunum, því við höfum held ég aldrei selt viðlíka magn af kjúklingi á jafn stuttum tíma,“ segir Heiðar við Morgunblaðið.