„Þessi endalausa fegurð,“ segir Sævar Helgi Bragason, sjónvarpsmaður, stjörnuáhugamaður og nýráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs, í færslu á Facebook.
Þar birtir hann fallega mynd af himninum sem var tekin í morgun en þar sjást tunglið og Venus standa andspænis hvort öðru, eða því sem næst.
„Í fyrramálið (9. des) verður tunglið enn nær Venusi. Kíkið þá. Það er líka síðasti séns til að sjá þetta himneska stefnumót þeirra þangað til 3. janúar árið 2025. Þá verður samstaðan á kvöldhimninum. Njótið sýningarinnar,“ segir Sævar Helgi.
Í athugasemdum við færsluna er Sævar spurður hvort það sé rétt að ef aðeins ein stjarna sést á himninum sé það Venus. Sævar, sem er fróðari en flestir um himininn, segir: