Fyrr á þessu ári var tekin upp sorpflokkun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið hægt að nálgast bréfpoka undir þær í matvöruverslunum, án endurgjalds. Á dögunum var greint frá því að lífrænu sorppokarnir yrðu áfram ókeypis – í bili að minnsta kosti – en óvíst er hversu lengi það varir.
Samkvæmt niðurstöðum Gallup sögðust 54% ekki eiga umframbirgðir á heimili sínu.
31% sögðust eiga 2-4 pakkningar og 6% sögðust eiga 5-9 pakkningar. 9% svarenda sögðust eiga 10 pakkningar eða fleiri en þess má geta að í hverri pakkningu eru um 80 pokar.
Tekið er fram að 1.090 einstaklingar voru í úrtaki Gallup og var þátttökuhlutfall 50,8%.