fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Faðernisdrama í Reykjavík – Vill viðurkenningu á því að fyrrverandi eiginmaður sé ekki faðir sonar hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. desember 2023 11:36

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna véfengingar á faðerni. Vill hún að viðurkennt sé með dómi að maðurinn sé ekki faðir sonar hennar sem fæddist í ágúst á þessu ári. Málið höfðar hún fyrir hönd sonar síns.

„Móðir stefnanda kveðst vera þess fullviss um að stefndi sé ekki faðir stefnanda enda hafi þau slitið samvistum rúmlega 2 árum áður en hann fæddist. Málsatvik eru þau að móðir stefnanda og stefndi gengu í hjónaband hinn 1. nóvember 2013. Rúmum 7 árum síðar eða í apríl 2021 slitnaði upp úr hjónabandi þeirra án þess þó að þau sóttu um skilnað og fór það svo að stefndi flutti endanlega út af sameiginlegu heimili þeirra og til Þýskalands um sumarið 2021,“ segir í stefnunni.

Hjónabandinu lauk formlega með lögskilnaðarleyfi dagsettu 7. nóvember á þessu ári. Maðurinn var sjálfkrafa skráður faðir sonarins sem fæddist í ágúst á þessu ári. Konan segir að núverandi sambýlismaður sé faðir drengsins. Getnaðurinn varð þegar konan var enn formlega í hjónabandi með fyrri manninum en hún segir útilokað að hann sé faðirinn því þau voru skilin að skiptum er drengurinn var getinn. Í stefnunni segir um þetta:

„Hinn 11. ágúst 2023 fæddist stefnandi, lengd meðgöngunnar voru 9 mánuðir og var getnaður stefnanda því í kringum desember 2022 og á þeim tíma er móðir stefnanda var í sambúð með núverandi sambýlismanni sínum. Í ljósi þess að móðir stefnanda og stefndi voru formlega ennþá gift þegar stefnandi fæddist var stefndi sjálfkrafa skráður faðir stefnanda á grundvelli 2. gr. barnalaga nr. 76/2003. Stefnandi kveðst vera sannfærð um að skráður faðir barnsins sé ekki faðir þess, eins og að framan er rakið enda ljóst að móðir stefnanda og stefndi voru aðskilin og voru ekki í eiginlegu sambandi á þeim tíma sem stefnandi var getinn. Þá bíður sambýlismaður móður stefnanda eftir því að geta gengið frá feðrun stefnanda með réttum hætti.“

Í stefnunni segir að móðurinni sé nauðugur sá kostur að höfða véfengingarmál til að fá viðurkennt með dómi að eiginmaðurinn fyrrverandi sé ekki faðir drengsins. Kröfu sína byggir hún á reglum Mannréttindasáttmála Evrópu og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna og réttinn til að þekkja uppruna sinn.

Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar er fyrrverandi eiginmanni konunnar jafnframt birt fyrirkall og honum gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þann 9. janúar 2024 þegar málið verður þingfest. Heimilisfang mannsins er óþekkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði