fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. desember 2023 16:32

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var kveðinn upp dómur í Landsrétti. Niðurstaða dómsins er að áfrýjaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ómerktur og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Komst Landsréttur að þessari niðurstöðu þar sem meira en fjórar vikur liðu frá munnlegum málflutningi þar til að dómur var kveðinn upp í héraðsdómi og ekki hafði verið bókað að dómari og sakflytjendur teldu ekki þörf á endurflutningi málsins.

Takmarkaðar upplýsingar koma fram í dómnum um hvað málið snýst og málsnúmer í héraðsdómi hefur verið afmáð. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp 11. nóvember 2022 en það var Ríkissaksóknari sem áfrýjaði málinu til Landsréttar.

Í dómnum segir að ákæruvaldið hafi krafist þess að ákærði yrði sakfelldur samkvæmt ákærum héraðssaksóknara 7. apríl og 10. maí 2022. Þá hafi ákæruvaldið krafist þess að refsing ákærða yrði þyngd. Loks hefði þess verið krafist að ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuréttar og upptöku yrði staðfest.

Málið virðist því að minnsta kosti hafa varðað umferðarlagabrot.

Í dómnum segir að ákærði hafi krafist sýknu eða vægustu refsingar sem lög leyfa.

Hann virðist einnig hafa verið ákærður fyrir einhvers konar ofbeldisbrot því í dómnum segir að brotaþoli hafi krafist þess að dómur héraðsdóms um greiðslu skaðabóta til hennar yrði staðfestur en ákærði krafðist þess að þeirri kröfu yrði vísað frá eða bæturnar lækkaðar verulega.

Landsréttur kvað hins vegar ekki upp úrskurð um alla þessa þætti. Í niðurstöðukafla dómsins  segir að fyrir liggi að málið hafi verið tekið til dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. október 2022 en ekki 14. sama mánaðar eins og standi í hinum áfrýjaða dómi. Sá dómur var kveðinn upp 11. nóvember 2022 og segir Landsréttur að því hafi lengri tími en fjórar vikur liðið frá því að málið var dómtekið þar til dómur var kveðinn upp.

Samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála hafi vegna þessa dráttar átt að flytja málið á ný, nema dómari og aðilar málsins teldu það óþarft. Í endurriti vegna þinghalds, í Héraðsdómi Reykjavíkur, komi fram að hvorki sé bókað að málið hafi verið flutt að nýju né að dómari og aðilar málsins teldu það óþarft. Þá sé upplýst að við uppkvaðningu dómsins hafi ekki legið fyrir skrifleg yfirlýsing frá aðilum málsins um að þeir teldu ekki þörf á endurflutningi þess.

Er það því niðurstaða Landsréttar að við uppkvaðningu dómsins, í Héraðsdómi Reykjavíkur, hafi ekki verið fullnægt skilyrðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til að í málinu yrði kveðinn upp dómur án þess að það yrði flutt að nýju. Vegna þessa verði ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða
dóm og vísa málinu heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju.

Dóminn í heild sinni er hægt að lesa hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“