fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Töldu myndir af getnaðarlim í snjó skilaboð frá Eddu Björk þegar komið var að ófrágengnum nuddpotti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. desember 2023 18:00

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir hefur verið framseld í Noregs þar sem hún dvelur nú í gæsluvarðhaldi. Hún bíður þess að aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn henni fari fram, en hún er sökuð um barnarán. Snemma á síðasta ári leigði hún einkaflugvél og sótti syni sína þrjá til Noregs, í óþökk föður þeirra, en drengirnir hafa dvalið hér á landi síðan og hafa enn ekki fundist.

Nú hefur verið birtur úrskurður Landsréttar þar sem fallist var á kröfu lögreglustjóra um að Eddu yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til hún yrði framseld til Noregs. Af úrskurðinum að dæma hefur lögregla litlar mætur á Eddu Björk og þurftu að hafa mikið fyrir því að hafa uppi á henni.

Hélt til hjá vitorðsfólki

Í úrskurði héraðsdóms er rakið að þann 28. mars 2022 hafi Edda Björk sótt syni sína þrjá til Noregs og flutt til Íslands. Frá þeim tíma hafi þeim verið haldið frá föður sínum sem hafi farið með fulla forsjá þeirra síðan árið 2018. Edda hafi verið ákærð fyrir þessa háttsemi í Noregi og hafi aðalmeðferð átt að fara fram í ágúst, en henni frestað þar sem Edda brást ekki við fyrirkalli. Fyrirkallið hafi verið sent á lögheimili hennar á Íslandi. Henni hafi í október verið gerð að sæta farbanni, en ekki farið að skilyrðum þess um að tilkynna sig til lögreglu á tilgreindum dögum. Eftir að Landsréttur hafi fallist á framsal hennar til Noregs hafi hún látið sig hverfa.

Þessu hafi lögregla komist að þegar þau mættu að heimili Eddu og hitti þar fyrir fjölskyldumeðlim sem sagði hana ekki heima. Lögregla náði í Eddu í síma en hún neitað að gefa sig fram og vildi ekki gefa upp hvar hún væri stödd, en að mati lögreglu var það „til samræmis við hegðun hennar í gegnum málsmeðferðina almennt, en hún hefur ítrekað vanvirt þá tilkynningarskyldu sem á henni hvílir.“

„Eins og málsatvik bera með sér er ljóst að flótti og undankoma hinnar eftirlýstu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, raungerðist og hefur hún haldið til hjá vitorðsfólki sínu í felum fyrir lögreglu.“

Skilaboð í snjó og nuddpotturinn enn í gangi

Þá hafi lögregla þurft að hafa uppi á Eddu en því er lýst með eftirfarandi hætti í úrskurði:

Lögreglustjóri hefur, allt frá því að úrskurður Landsréttar 790/2023 lá fyrir og ljóst var að hin eftirlýsta vildi ekki gefa sig fram, beitt öllum tiltækum ráðum í því skyni að kortleggja ferðir hennar, hafa uppi á henni og handtaka hana í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun og fyrirmæli ríkissaksóknara. Neyddist lögregla þannig til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á henni.

Í einni af þremur húsleitum lögreglu 25. nóvember sl. á líklegum dvalarstöðum hinnar eftirlýstu mátti sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski hinnar eftirlýstu og borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögreglan þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið.“

Fram kemur að afstaða lögreglu til meintra brota Eddu Bjarkar er sú að hér á landi hefði hún verið kærð fyrir ákvæði hegningarlaga sem hljóðar upp á fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt. Ákvæðið er eftirfarandi:

„Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.“

Fram kemur að eftir að lögreglu tókst ekki að hafa uppi á Eddu Björk þann 25. nóvember barst erindi frá ríkissaksóknara þar sem lögreglustjóra var falið að krefjast fimm daga gæsluvarðhalds yfir Eddu þegar til hennar næðist. Þar með gætu yfirvöld fengið tækifæri til að ganga frá afhendingu hennar til Noregs. Að mati lögreglustjóra sé Edda grunuð um mjög alvarlegt brot og samhliða mikil hætta á því að hún hefði reynt að komast úr landi. Hún hafi allt frá upphafi mótmælt því að vera framseld og hafi svo látið sig hverfa og farið huldu höfði frá því að Landsréttur staðfesti kröfu um framsal. Það var svo 28. nóvember sem lögregla framkvæmdi húsleit og hafði uppi á Eddu.

Dómari í héraðsdóm tók undir að Edda hafi með einbeittum hætti reynt að forðast það að vera handtekin og því hafi verið nauðsyn að úrskurða hana í gæsluvarðhald. Landsréttur staðfesti úrskurðinn 1. desember og rakti þar að vægari úrræði hafi ekki verið fyrir hendi en gæsluvarðhald þar sem áður hafi verið úrskurðað farbann og samkvæmt því hafi Edda átt að tilkynna sig til lögreglu þrisvar í viku. Það hafi hún vanrækt að gera, svo gæsluvarðhald var réttlætanlegt. tanlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“