fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Reyndi að flýja lögreglu á stolnum bíl en endaði á ljósastaur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 14:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt unga konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot.

Konan var ákærð fyrir að hafa laugardaginn 4. apríl 2020 tekið bifreið í heimildarleysi og ekið henni svipt ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja.

Konan ók bifreiðinni suður Herjólfsgötu í Hafnarfirði og að hringtorgi við Vesturgötu þar sem hún sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu sem gefin voru með ljósa- og hljóðbúnaði.

Ók hún meðal annars yfir á öfugan vegarhelming þar til hún missti stjórn á bifreiðinni, ók yfir umferðareyju og síðan á ljósastaur þar sem akstrinum lauk.

Konan játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en hún hefur áður komist í kast við lögin fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að óhóflegur dráttur hafi verið á því að ákæra var gefin út í málinu, en þrú ár liðu frá brotinu þar til ákæra leit dagsins ljós. Er fangelsisdómurinn skilorðsbundinn að öllu leyti og fellur hann niður haldi konan skilorð næstu tvö árin.

Konunni var loks gert að reiða málsvarnarlaun verjanda síns, 180 þúsund krónur og 170 þúsund krónur í annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar