fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Hjólahvíslarinn fann stolinn bíl nánast í „bakgarði“ LRH

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. desember 2023 17:30

Bjartmar Leósson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson fékk viðurnefnið Hjólahvíslarinn fyrir nokkru síðan sökum hæfni hans til að finna reiðhjól sem stolið hafði verið víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. 

Um 14500 meðlimir eru í Facebook-hópi sem hann stofnaði fyrir nokkrum árum, Hjóladót o.fl. – Tapað, fundið eða stolið, og hefur samfélagið ítrekað upp á hjólum sem stolið er og meðlimir lýsa eftir í hópnum. Þó verkefnið snúist aðallega um hjól, þá dettur stundum inn þetta „og fleira„, líkt og fyrir stuttu þegar fyrirtæki hér í bæ greindi frá því að bíl hefði verið stolið frá þeim. Bíll sem var auðmerktur fyrirtækinu.

„Jæja, hér var ég að finna eitt stykki stolinn bíl. Var á leiðinni í 10-11 Hlemmi eftir vinnu og ákvað að kíkja í portið þar fyrir aftan svona í leiðinni, því nýlega fannst stolið hjól þar. Þá blasti þessi við, auðþekktur á merkingunum. Gaman að þessu! „Löggan komin og eigandinn á leiðinni,“ skrifaði Bjartmar í hópinn aðfararnótt þriðjudags. 

Mynd: Facebook

Segja má að staðurinn sem bíllinn fannst á sé nánast í bakgarði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eða svona um það bil 100 metrum frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“