Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Maciej Jakub Talik í sextán ára fangelsi fyrir að stinga Jaroslaw Kaminski, meðleigjanda sinn, til bana þann 17. júní í Drangarhrauni í Hafnarfirði.
RÚV greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna.
Maciej, sem er 39 ára gamall, stakk Jaroslaw til bana með hnífi en bar við sjálfsvörn. Það var ekki tekið trúanlegt fyrir dómi. Hann sakaði hinn látna einnig um að hafa beitt sig fjárkúgunum. Morðið var framið eftir að mennirnir höfðu setið lengi að sumbli. Réttarlæknir sem kom fyrir dóminn sagði sárin á líkama Jaroslews benda til árásar fremur en sjálfsvarnar.