Landsréttur staðfesti í gær tvo gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um mansal.
Annar maðurinn var handtekinn þann 28. nóvember, vegna gruns um þjófnað. Hefur hann verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnejsum vegna mansal í samvinnu við tvo aðra menn.
Hinum manninum sem liggur undir sama grun var vísað brott frá Íslandi með 10 ára endurkomubanni fyrir um ári síðan en hann sótti engu að síður um vernd her á landi þann 14. febrúar á þessu ári. Hefur hann setið í fangelsi hér fyrir ýmis brot. Í rökstuðningi lögreglustjóra fyrir gæsluvarðhaldsbeiðninni segir að við ætluðum brotum mannsins liggi 12 ára fangelsisrefsing.
Mennirnir voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. desember en úrskurðina má lesa hér og hér.