Maðurinn var gómaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 7. Júní síðastliðinn en við leit á honum innan klæða fundust á honum 103 töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka, en um er að ræða lyf sem alla jafna er notað sem skammtímameðferð við alvarlegri kvíðaröskun.
Maðurinn mætti ekki fyrir dóm þegar málið var þingfest og var fjarvist hans metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið brotið.
Var maðurinn dæmdur til greiðslu 1.080.000 króna sektar og jafngildir það rúmlega 10 þúsund krónum á hverja töflu sem hann flutti til landsins. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu mun hann þurfa að sæta 40 daga fangelsi.