fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Þorvaldur: „Ég held að það sé eitthvað annað þarna í gangi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. desember 2023 07:03

Þorvaldur Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að erfitt geti reynst að spá fyrir um hvenær eitthvað fari að gerast aftur á Reykjanesskaganum. Þó sé ljóst að ef landrisið heldur áfram með sama hraða sé ljóst að eitthvað muni gerast.

Þetta segir Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið í dag en fjallað er um málið á forsíðu blaðsins.

„Það gæti þá leitt til eldgoss eða kvikuinnskots á ennþá minna dýpi, og einhverjir skjálftar yrðu með því, en mér finnst ólíklegt að það verði beint undir Grindavík,“ hefur Morgunblaðið eftir Þorvaldi.

Bent er á það að landið við Svartsengisvirkjun hafi nú risið hærra en það var áður en skjálftahrinan í lok októbermánaðar fór af stað. Sú hrina náði hámarki 10. nóvember með myndun kvikugangs og miklu og hröðu landsigi í kjölfarið. GPS-mælingar Veðurstofunnar sýni að landið hafi risið upp fyrir núllpunkt undanfarna tvo daga en Þorvaldur segir að það segi ekki alla söguna.

„Vandamálið er að sigið er miklu meira en risið sem var búið til af kvikuinnskotinu fyrir 10. nóvember, það er eiginlega þrisvar sinnum meira. Þannig að ég held að það sé eitthvað annað þarna í gangi, eins og plötuhnik sem taki þátt í þessu, þannig að það er erfiðara að spá fyrir um hvenær eitthvað fari að gerast aftur vegna þess að þetta er ekki bara kvika,“ segir Þorvaldur við Morgunblaðið og bætir við að spenna þurfi að byggjast upp aftur og það geti tekið tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis