fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Segir ótrúlegt að verða vitni að hrokanum gegn sjóðfélögum lífeyrissjóðanna – „Búið að kalla til lögreglu“ 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. desember 2023 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ótrúlegt að verða vitni af hrokanum sem viðgengst gagnvart sjóðfélögum lífeyrissjóðanna. Við stóðum fyrir mótmælum í dag kl.15 í höfuðstöðvum Gildis lífeysissjóðs og Landssamtaka lífeyrissjóða. Það var búið að kalla til lögreglu og fulltrúar frá þekktu öryggisfyrirtæki voru mættir á staðinn til að varna fólki inngöngu í afgreiðslu Gildis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ragnar Þór og feðgarnir Einar Hannes Harðarson, formaður Vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu til mótmæla klukkan 15 í dag í höfuðstöðvum Gildis og Landssamtaka lífeyrissjóða, Guðrúnartúni 1

Í boðun vegna mótmælanna kom fram: „Við viljum þrýsta á lífeyrissjóði um að koma betur til móts við Grindvíkinga sem nú þurfa að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. Það er lágmarks krafa okkar að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið, eða þrjá mánuði, á meðan mesta ósvissan ríkir og fylgi þannig fordæmi bankanna.“ Hvöttu þremenningarnir fólk til að mæta og sýna samstöðu í verki.

Ragnar Þór segir að fyrst hafi ekki staðið til að hleypa mótmælendum inn í bygginguna þrátt fyrir að auglýst opnun sé til klukkan 16. „En okkur tókst þó að komast inn en vorum stoppuð af öryggisvörðum. Stjórnendur Gildis féllust hins vegar á að ávarpa okkur í andyrinu. Þetta er lýsandi viðhorf stjórnenda kerfisins gagnvart sjóðfélögum. Okkur koma málefni lífeyrissjóðanna ekkert við,“ segir Ragnar Þór.

„Ég heyrði því fleygt í dag að fráfarandi framkvæmdastjóri Árni Guðmundsson hafi fengið tveggja ára starfslokasamning. Fyrra árið má hringja í hann en ekki seinna árið, eftirmaður Árna var svo skipaður án auglýsingar. Ég neita reyndar að trúa því að þetta sé rétt. En það væri gott ef einhver gæti kallað eftir þessum upplýsingum. Því það er alveg ljóst að hinn almenni sjóðfélagi býr við annan tekjuraunveruleika en stjórnendur sjóðanna gera.

Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða tók á móti okkur á fram á gangi en Þórey er helsta talskona lífeyrissjóðanna en hefur ekkert hlutverk þegar kemur ávöxtun lífeyris,“ segir Ragnar Þór og vísar þar til Þórey S. Þórðardóttur.

„Þórey var með launagreiðslur upp á 34 milljónir árið 2022 sem hækkuðu um 2,4 milljónir frá fyrra ári. Sem er líklega nærri lagi, það er hækkunin, að vera nálægt því sem sjóðfélagar fá í lífeyri á ári hverju.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði