fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Barnsfaðir Eddu Bjarkar er á Íslandi – „Að sjálfsögðu á að skila þessum börnum,“ segir lögmaður hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. desember 2023 13:30

Leifur Runólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnsfaðir Eddu Bjarkar Arnardóttur er staddur á Íslandi og freistar þess að hafa á brott héðan af landinu þrjá syni sína og Eddu Bjarkar. Fyrir liggja úrskurðir héraðsdóms og Landsréttar, auk höfnunar Hæstaréttar um að taka málið fyrir, þess efnis að afhenda beri drengina föðurnum, sem er búsettur í Noregi.

Edda Björk situr í gæsluvarðhaldi í Noregi og bíður réttarhalda vegna ákæru fyrir að hafa numið synina á brott úr Noregi og flutt þá hingað til lands.

„Þetta er ekki forsjármál eins og alltaf er verið að skrifa í blöðin, þetta er afhendingarmál sem varðar afhendingu á börnum sem voru tekin með ólöglegum hætti,“ segir Leifur Runólfsson, lögmaður föðurins, í samtali við DV.

„Það er ekkert löglegt í þessu. Núna er móðirin í Noregi og að sjálfsögðu á að skila þessum börnum. Punktur,“ segir Leifur ennfremur.

Aðspurður hvort lagalegar forsendur varðandi afhendingu kunni að hafa breyst eftir brottflutning Eddu Bjarkar frá landinu þá telur Leifur svo ekki vera. „Ég get ekki séð í fljótu bragði að þær hafi breyst en ég er að kanna þetta.“

Aðspurður hvort faðirinn væri í samvinnu við lögreglu um að finna drengina þá segist Leifur ekki vilja tjá sig um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“