fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Fréttir

Ólafur Ragnar og Hringborð Norðurslóða stóðu að sérstöku aðgerðaþingi í Dúbaí – Standandi lófaklapp fyrir soldáni sem er samtímis sakaður um afneita hnattrænni hlýnun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. desember 2023 16:34

Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Hillary Clinton, Dr. Sultan Al Jaber

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle, Emerson Collective og Nia Tero héldu í dag, undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar, Laurene Jobs og Bandaríkjamannanna Peter Seligmann og Andy Kasner, sérstakt Aðgerðaþing Í Dúbaí. Þingið var skipulagt í samráði við forseta Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, Dr. Sultan Al Jaber og haldið í hinni frægu byggingu, Museum of the Future, Safn um Framtíðina.

Á Aðgerðaþinginu var rætt um nýjar leiðir til að breyta veröldinni til hins betra, einkum á sviðum loftslagsmála og hreinnar orku, skapa traust og
samstarfs í þágu varanlegs árangurs. Þingið sóttu um 200 alþjóðlegir leiðtogar og frumkvöðlar, einkum í vísindum, þjóðmálum og tækni, stjórnendur stórfyrirtækja, frumbyggjar og ungt áhrifafólk.

Tony Blair og Hillary Clinton meðal þátttakenda

Í fréttatilkynningu frá Hringborðinu kemur fram að einnig tóku þátt í samræðum á Þinginu reynsluboltarnir Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands og Hillary Clinton fyrrum forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ráðherrar frá ýmsum heimshlutum, vísindamenn, sérfræðingar sem og stjórnendur stórra alþjóðlegra fyrirtækja, Google, Exxon, SINOPEC og fleiri, tóku ásamt fulltrúum frumbyggjasamfélaga og lítilla eyríkja mjög virkan þátt í umræðunum.

Þá kemur fram að þinginu hafi lokið síðdegis í dag með magnaðri ræðu forseta Loftslagsþingsins, Dr. Sultan Al Jaber.

„Hann útskýrði ítarlega stöðu samningaviðræðnanna, þann einstæða árangur sem þegar hafði náðst sem og hvernig hann og forystusveit Loftslagsþingsins hafði lagt ríka áherslu á sem víðtækast samráð, ekki aðeins við öll ríki heims, heldur einnig við ungt fólk, frumbyggja sem og vísindamenn, sérfræðinga og þá sem tryggt gætu breytingar á orkukerfi heimsins í átt að hreinni sjálfbærri orku. Þátttakendur í Aðgerðaþinginu fögnuðu þessum boðskap með standandi lófataki,“ segir í tilkynningunni.

Sætir gagnrýni fyrir að vera „á barmi þess að af­neita hlýn­un jarðar“

Soldáninn Dr. Al Jaber er  fram­kvæmda­stjóri olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Adnoc meðfram öðrum verkefnum og hann sætir nú gagnrýni fyrir meinta afneitun á hnattræna hlýnun. Breski miðillinn Guardian fjallar um í dag að Al Jabar hafi sagt að  „eng­in vís­indi“ gefi til kynna að fasa þurfi út jarðefna­eldsneyti til þess að tak­marka hækk­un á hlýn­un jarðar svo ekki nemi meira en 1,5 gráðum. Þá vilji leiðtoginn meina að af­nám jarðefna­eldsneyt­is myndi ekki leyfa sjálf­bæra þróun nema mannkynið „vilj­i fara aft­ur í hella“.

Ummælin lét Al Jaber falla í svari við spurn­ing­um Mary Robin­son, fyrr­ver­andi for­seta Írlands, á viðburði í fjar­búnaði 21. nóv­em­ber og er fullyrt í áðurnefndri frétt Guardian að vísindamenn hafi áhyggjur af ummælum og telji þau vera „á barmi þess að af­neita hlýn­un jarðar“.

Ljóst er þó að orð Al Jabar hafa fallið betur í kramið á þinginu sem Ólafur Ragnar stóð að ásamt fleirum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?