fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. desember 2023 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem flaug með einkaflugvél með þrjá syni sína til Íslands frá Noregi í marsmánuði árið 2022, hafi vakið athygli.

Edda Björk var handtekin í vikunni og á hún yfir höfði sér framsal til Noregs. DV greindi frá færslu bróður hennar á Facebook í gærkvöldi þar sem hann sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að senda hana til Noregs þrátt fyrir að framsalið hafi verið kært til Landsréttar og úrskurðar þaðan beðið.

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, skrifaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína í gærkvöldi sem vakið hefur mikla athygli. Tekið skal fram að færsluna skrifaði Helga Vala eftir að hafa heyrt af því að til stæði að senda Eddu til Noregs í nótt, en samkvæmt fréttum Mbl.is og Vísis í morgun virðist Edda dvelja enn í fangelsinu á Hólmsheiði.

„Rétt í þessu heyrði ég af því að senda ætti Eddu Björk til Noregs í nótt, þrátt fyrir að ekki sé komin niðurstaða í Landsrétti varðandi handtökuskipunina og gæsluvarðhaldið sem situr nú í. Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð,“ sagði Helga Vala en hópur vina og vandamanna Eddu tók sér stöðu við fangelsið í nótt með það að marki að koma í veg fyrir flutning hennar úr fangelsinu.

Helga Vala sagðist í færslu sinni skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Edda verði ekki send út fyrr en komið er á hreint hvenær á að taka málið fyrir.

„Það er bara ekki í boði að íslensk stjórnvöld séu að taka þátt í því að íslensk fjölskyldukona húki í norsku gæsluvarðhaldi í óákveðinn tíma. Þá skora ég á stjórnvöld að tryggja að hún komi heim til fjölskyldunnar um leið og þingfesting á þessu máli er afstaðin í Noregi. Það er fráleitt að sjö barna móðir sé dregin þarna út í byrjun desember þegar ekkert er vitað um það hvenær á að taka málið fyrir en það eitt sé vitað að það klárast ekki fyrir jól. Eru stjórnvöld með því að heimila þessa meðferð að hugsa um hagsmuni barnanna? Nei það er alveg á hreinu.“

Helga Vala segir að úkraínsk stjórnvöld hafi bannað flutning á úkraínskum börnum til Noregs eftir innrás Rússa í landið því Noregur neitaði að staðfesta að þau myndu skila börnunum til baka.

„Vissuð þið að Noregur hefur eitt versta orðspor varðandi mannréttindabrot gagnvart börnum í dómum mannréttindadómstóls Evrópu vegna framkvæmda í barna og barnaverndarmálum?“

Helga Vala sagði enn fremur í færslu sinni:

„Vissuð þið að af þeim 10 dómum sem saksóknari vísaði til, til stuðnings handtökuskipun yfir Eddu, var ekki einn einstaklingur með íslenskt ríkisfang og enginn þeirra með nokkra einustu tengingu við Ísland. Vissuð þið að meðal röksemda fyrir því að heimila handtökuskipun var að annars væri svo mikil hætta á að Edda myndi reyna að stinga af frá Íslandi! Hún á sjö börn á Íslandi, fimm undir lögaldri, aðra fjölskyldumeðlimi, unnusta, fjölda hunda og heimili. Vegabréfið hennar hefur verið í fórum yfirvalda og hún kæmist ekki héðan með börnin sín. Í alvöru talað. Er þetta það meðalhóf sem við viljum sjá í íslensku stjórnkerfi og réttarkerfi?“

Barnsfaðir Eddu Bjarkar fer með forræði sonanna þriggja. Norskir og íslenskir dómstólar hafa úrskurðað að Eddu beri að afhenda synina föður þeirra í Noregi. Norsk yfirvöld hafa ennfremur ákært Eddu Björk fyrir brottnám drengjanna. Hennar virðast núna bíða réttarhöld í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi