fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Margir Ísraelar skilja ekki af hverju það er svona mikil andstaða við stríðið á Gaza

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 14:30

Sprengjum hefur rignt yfir Gaza síðustu mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN fjallar í dag um þá staðreynd að margir Ísraelsmenn skilja einfaldlega ekki af hverju svo víðtæk andstaða er um allan heim við hernaðaraðgerðir þeirra á Gazasvæðinu.

Rætt er í upphafi fréttarinnar við mann að nafni Yoav Peled. Hann sat þá fyrir utan varnarmálaráðuneyti Ísraels og rétti vegfarendum gula borða sem eiga að tákna samstöðu með þeim 240 gíslum sem eru í haldi Hamas-samtakanna á Gaza.

Hann segist hafa talið sig vera mjög frjálslyndan mann og tilheyra þeim sem hallist til vinstri í stjórnmálum. Þegar hann sjái mótmæli þar sem hrópað sé til stuðnings Hamas efist hann hins vegar um að heimsbyggðin skilji hversu flókið ástandið er. Fólkið sjái ástandið og átökin sem einhliða segir Peled en þau séu ekki einhliða.

Þjóðarleiðtogar hafa sett aukinn þrýsting á Ísrael vegna síhækkandi fjölda þeirra almennu borgara sem látist hafa í sprengjuárásum Ísraels á Gaza. Fjölmennar mótmælagöngur einkum til stuðnings almennum borgurum á Gaza fremur en Hamas hafa farið fram til að mynda í London, Washington, Berlín, París, Amman og Kairó. Margir Ísraelsmenn eru hins vegar ósáttir við það sem þeir telja ójafnræði í viðbrögðum heimsins við átökunum.

Þessi tilfinning er sögð hafa breiðst út yfir allar gjár sem hafa verið til staðar í ísraelsku samfélagi:

„Heimurinn skilur okkur ekki.“

Kennarinn Sighal Itzahak sagði við CNN:

„Heimurinn elskar okkur sem fórnarlömb. Mér þykir leitt að segja það en jú hann elskar Ísrael. Hann hefur samúð með Gyðingum þegar við erum fórnarlömb, þegar við erum drepin. En þegar við gerum eitthvað til að verja okkur? Nei.“

Fjölskyldur, vinir og velunnarar þeirra sem eru í gíslingu Hamas koma reglulega saman við stjórnarbyggingar í Tel Aviv. Þar eru myndir af gíslunum til sýnis. Á myndunum má sjá karla, konur, börn, ungabörn, hermenn og í sumum tilfellum heilar fjölskyldur.

Sighal Itzahak heldur áfram:

„Ég held að hvaða land sem er sem myndi vera í sömu aðstæðum og við myndi örugglega gera miklu, miklu meira og enginn myndi segja neitt. Það eru bara Gyðingar. Af því Gyðingar eiga ekki rétt á að lifa í landi í friði. Það er það sem við viljum og mér þykir það leitt en enginn skilur það.“

Mótmæli bönnuð

Fjölskyldur gíslanna hafa krafist þess að björgun þeirra verði sett í forgang og að ekki verði samið um vopnahlé fyrr en þeim hefur verið bjargað eða sleppt. Fjölskyldurnar njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og það á einnig við um marga stuðningsmenn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra.

Mótmæli gegn árásunum á Gaza hafa verið bönnuð í Ísrael og um 100 manns hafa verið handteknir fyrir að tjá samstöðu sína með íbúum Gaza opinberlega. Hefur þetta fólk verið sakað um að hvetja til ofbeldis og hryðjuverka.

CNN ræðir einnig við Yonatan Rapaport sem er 22 ára og segist hafa farið í fjórar jarðarfarir á undanförnum mánuði.

Hann segist ekki skilja spurningar um af hverju Ísrael sé að gera árásir á Gaza:

„Það sem ég skil ekki er – höfum við ekki rétt til verja borgara okkar og hermenn.“

Hann segir deilu Ísraels við Palestínumenn ekki vera svarta og hvíta en yfirstandandi stríð við Hamas sé það. Hann segir að gagnrýni á Ísrael sé góðra gjalda verð en farið hafi verið oft yfir þau mörk í slíkri gagnrýni sem verði að vera á milli þess að gagnrýna gjörðir Ísraelsmanna og að tjá hatur í garð gyðinga.

„Þú getur gagnrýnt það að Ísrael hernemi Vesturbakkann og Gaza en þú getur ekki sagt að út af því sé allt í lagi að myrða 1.400 óbreytta borgara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“