fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Land hefur risið um sjö sentímetra á Þorbirni síðustu 10 daga

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 13:24

Horft yfir Þorbjörn til Grindavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris heldur áfram á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi og eru vísbendingar um aukinn hraða á þenslu frá því á föstudag. Um 1.300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring, þar af eru þrír skjálftar yfir 3 að stærð.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Frá 27. október síðastliðnum hefur land risið um 7 sentímetra samkvæmt GPS-mælistöð á Þorbirni.

„Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um 5 kílómetra dýpi. Samkvæmt uppfærðum líkanreikningum, sem byggja á gögnum frá 27. október til 3. nóvember, er syllan orðin tvöfalt stærri en þær fjórar syllur sem hafa myndast við Þorbjörn frá árinu 2020. Innflæði inn í sylluna er metið um 7 rúmmetrar sem er fjórfalt hraðar en fyrri innskot við Þorbjörn.“

Á vef Veðurstofunnar segir að á meðan að kvikusöfnunin heldur áfram megi gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga þar sem kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu.

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 15 í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Í gær

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Í gær

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Í gær

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“