fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Aðventistar klofnir í herðar niður vegna námumáls – Allt í háaloft á aðalfundi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. nóvember 2023 14:00

Málið hefur reynst hinum fámenna og samheldna söfnuði mjög erfitt. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnuður sjöunda dags aðventista er klofinn í herðar niður vegna dómsmáls sem safnaðarmeðlimir höfðuðu gegn stjórninni. Málið snýst um samning sem stjórnin gerði við tvo safnaðarmeðlimi um einkarétt á jarðvinnslu á landareign kirkjunnar.

21 safnaðarmeðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista hefur stefnt stjórn félagsins, kirkjunni sjálfri og félaginu Eden Mining, sem er í eigu tveggja safnaðarmeðlima, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. En Eden Mining hefur samið við þýska iðnrisan Heidelberg Cement Pozzolanic Materials um sölu á jarðefnum úr fjöllunum Litla Sandfelli og Lambafelli.

Fjöllin standa í landi Breiðabólsstaðar í Ölfusi og stendur til að sækja þangað íblöndunarefni fyrir sement og flytja út í gegnum Þorlákshöfn. Aðventistar reka Hlíðardalsskóla í Þorlákshöfn og hafa sterk tengsl við bæinn.

Vilja ekki selja fjöll úr landi

Í dag er tekist á um frávísunarkröfu stjórnarinnar í héraðsdómi Reykjavíkur. En stefnendurnir telja að stjórnin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með gjörningnum. Samkvæmt lögum félagsins, sem sé skilgreint sem almannaheillafélag, beri að taka ákvarðanir sem þessar fyrir á aðalfundi. Hafa stefnendur ekki fengið að sjá samninginn.

Litla Sandfell í Ölfusi. Mynd/Skipulagsstofnun

Stjórnin vill meina að aðeins sé um að ræða leigu en námaréttindunum er ráðstafað til 30 ára. Stefnendur telja að lítið verði eftir af fjöllunum eftir það. Einnig að það sé ekki hlutverk kirkjunnar að standa í viðskiptagjörningum við erlenda auðjöfra. Þá vilja þeir ekki sitja undir þeirri ábyrgð að kirkjan hafi selt fjöll úr landi og aukið mengun á Þorlákshöfn til muna.

Fundurinn sprakk í loft upp

Málið er gríðarlega viðkvæmt. Söfnuðurinn er fámennur og samofinn fjölskylduböndum. Þetta er fólk sem er ekki vant því að vera í málaferlum hvort við annað.

Segja má að allt hafi sprungið í loft upp á aðalfundi í september árið 2022 þegar námumálið bar á góma. Mikill hávaði og læti voru á fundinum og var ákveðið að slá fundinum á frest þar sem fólkið vildi ekki illindi sín á milli.

Í samráði við fulltrúa Evrópudeildar kirkjunnar, sem var viðstaddur á fundinum, var ákveðið að stofna nefnd sem átti að skila áliti um námumálið 11. desember árið 2022 þegar fundinum yrði framhaldið.

Þessi nefnd hefur ekki enn þá verið skipuð og ekkert framhald á aðalfundinum verið boðað. Stjórnin situr hins vegar enn og líta sumir á það sem hreint og klárt valdarán. Stjórnin sé aðeins kosin til fjögurra ára.

Stjórnin heldur eigin samkomur

Eins og gefur að skilja hefur málið tekið mjög á safnaðarstarfið sjálft, það er trúariðkunina og félagsstarfið í kringum hana.

Stjórnin heldur eigin samkomur í Suðurhlíðarskóla. Mynd/Sjöunda dags aðventistar

Sjöunda dags aðventistar eru með söfnuði á sex stöðum á landinu, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmannaeyjum og Akureyri.

Það fólk sem stendur með stjórninni hefur hins vegar einangrað sig frá öðrum og heldur nú sínar eigin samkomur í húsnæði skólans í Suðurhlíð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt