fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Telur sig hafa fundið sönnun þess að Grikkir heimsóttu Ísland fyrst – Thule var misritun

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 14:00

Breeze segir lykilinn að finna í málfræðinni. Mynd/Háskólinn í Navarra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimspekingur og málfræðingur að nafni Andrew Charles Breeze, prófessor við Háskólann í Navarra á Spáni telur víst að Grikkir hafi fundið Ísland þúsund árum á undan norrænum mönnum. Eftirritunarvilla á orðinu Thule hafi valdið ruglingi.

Breeze birtir vísindagrein í tímaritinu The Housman Society Journal þar sem hann fjallar um þetta. Fyrsti maðurinn sem á að hafa komið hingað hét Pýþeas af Massalíu, á árunum 330 til 320 fyrir Kristsburð, forngrikki.

Í fornum heimildum segir að Pýþeas þessi hafi siglt norður frá Bretlandseyjum í sex daga og fundið land innan um hafís. Nefndi hann þennan stað Thule.

Goðsögnin um Thule

Hingað til hafa engar sannanir fundist um að Thule sé Ísland. Nefnt hefur verið að Thule gæti allt eins hafa verið Færeyjar, Noregur eða jafn vel Hjaltland. Breeze segir goðsögnina um Thule hafa verið sambærilega við goðsögnina um hina sokknu borg Atlantis eða hina týndu El Dorado.

Eyjan Thule hefur lengi fengið fræðimenn til að klóra sér í hausnum. Mynd/Wikipedia

Breeze nefnir að aðrir sagnaritarar fornaldar hafi einnig minnst á Thule. „Þeir kalla þessa eyju Thule, kennimenn eins og Virgill, Tacítus og Juvenal nota orðið á óljósan hátt fyrir eitthvað sem er á endimörkum hins þekkta heims,“ segir hann.

Tveir stafir hafi glatast

Hann segir að lykilinn að sannleikanum sé hins vegar að finna í málfræðinni, en Breeze er sérfræðingur í málfræðisögu.

„Vandinn er sá að Thule, eða Thyle, hefur enga merkingu í grísku. En ef þú bætir við tveimur stöfum, Thymele, þá skýrist málið. Thymele þýðir altarishella, og er algengt orð í forngrísku,“ segir Breeze.

Breeze segir að þegar Pýþeas hafi komið upp að suðurströnd landsins hafi hann séð háa jafnsléttu eldfjallagrjóts, eitthvað sem minnir um margt á altarishellu. Hugsanlega þeirrar hellu sem fannst um miðja síðustu öld í Marseille, áður Massalíu, heimkynnum Pýþeasar.

„Sérhljóði nafnsins Thymele hefur glatast snemma vegna villu í eftirritun. Þegar Virgil og Strabo skrifuðu sín rit þrjú hundruð árum seinna hafi nafnið breyst í Thyle eða Thule,“ segir Breeze. Mistök eins og þessi hafi verið mjög algeng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum