fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Morðið við Fjarðarkaup: Fyrir hvað var stúlkan dæmd? – „HANN FUCKING STAK GÆJA 6 SINNUM“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 12:30

Myndband af ódæðinu var í umferð eftir morðið. Þetta er skjáskot úr því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur vegna morðs á pólskum manni sem stunginn var til bana á bílastæðum fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði, að kvöldi sumardagsins fyrsta fyrr á þessu ári, er sem vænta má, ítarlegur.

Fjögur ungmenni voru ákærð í málinu og þar sem þrjú þeirra eru undir lögaldri nutu sakborningarnir nafnleyndar og réttarhöldin voru fyrir luktum dyrum. Megingerandinn í málinu er 19 ára en hin þrjú 17 ára. Um er að ræða þrjá pilta og eina stúlku.

Í dómnum er stuðst ítarlega við myndbandsupptökur, annars vegar úr öryggismyndavélum og hins vegar efni sem ein sakborninganna, stúlkan, tók upp á meðan árásin átti sér stað.

Myndbandsupptökur frá Íslenska rokkbarnum, þar sem fólkið hittist áður en til átakanna kom á bílastæðinu fyrir utan, sýna sakborningarog brotaþolann neyta kókaíns inni að staðnum og sá sem banaði honum skömmu síðar setti þar fíkniefin á odd vasahnífs sem hann tók upp. Ágreiningur kom upp varðandi það að brotaþolinn hafi ekki greitt fyrir kókaín sem hann neytti í boði ungmennanna inni á staðnum.

Sjá einnig: Morðið við Fjarðarkaup – Ágreiningurinn hófst á Íslenska rokkbarnum

Allir þrír karlmennirnir voru ákærðir fyrir manndráp. Einn þeirra stakk manninn ítrekað með hnífi en hinir spörkuðu í hann. Stúlkan stóð rétt hjá og myndaði aðfarirnar á snjallsíma sinn.

Aðeins sá sem stakk brotaþolann var sakfelldur fyrir manndráp og hlaut hann 10 ára fangelsi. Hinir mennirnir tveir fengu tveggja ára fangelsi hvor.

Sjá einnig: Óhugnanlegt myndband í dreifingu af manndrápinu við Fjarðarkaup – „Ég stakk hann þrisvar“

Stúlkan var ákærð og sakfelld fyrir brot gegn 221. grein almennra hegningarlaga, 1. málsgrein, en þar segir:

„Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“

Í dómnum kemur fram að stúlkan sendi skilaboð á vini sína þar sem hún lýsti árásinni og dómari segir hafið yfir vafa að henni hafi mátt vera ljóst að maðurinn var í lífshættu eftir að hann fékk fyrstu hnífstunguna. Í dómnum er háttsemi stúlkunnar lýst svo:

„Í því máli sem hér er til meðferðar liggur fyrir að ákærða Þ tók upp í hljóði og mynd um níu mínútna atlögu meðákærðu X, Y og Z að brotaþola á bílasvæðinu við
Fjarðarkaup; atlögu sem lauk um kl. 23:22 að kvöldi 20. apríl sl. Í kjölfarið hlupu ákærðu öll af vettvangi, örskömmu áður en lögregla kom á staðinn. Kl. 23:27:05 sendi ákærða F vinkonu sinni þau myndskilaboð að hún væri á flótta undan lögreglu og sendi kl. 23:27:19 textaskilaboðin „HANN FUCKING STAK GÆJA 6 SINNUM“. Áður hafði ákærða sent F Snapchat skilaboð um að slagsmál væru yfirvofandi og hefur F borið með stöðugum og trúverðugum hætti að skilaboðin hafi hljóðað eitthvað á þá leið „að það væri fight að fara að gerast“ milli ákærða X og brotaþola og hún fengið þær skýringar frá ákærðu að tilefnið væri stuldur brotaþola á peningum og fíkniefnum og að hann hefði reynt við ákærðu. Þá liggur fyrir að ákærða heyrði ákærða X hóta að stinga brotaþola í hálsinn með hnífi, heyrði eða mátti greinilega heyra þegar ákærði sagði „stakk hann þrisvar“ eftir fyrri hnífaatlöguna og tók strax í kjölfar seinni hnífatlögu ákærða myndskeið af honum sitjandi á gangstéttarkanti með opinn vasahnífinn í blóðugri hægri hönd sinni.“

Stúlkan sagði fyrir dómi að hún hefði ekki vitað að félagi hennar hefði stungið brotaþolann sex sinnum með hníf áður en hún flýði svæðið án þess að koma hinum særða til hjálpar. Dómari sagði þennan framburð hennar vera marklausan:

„Að gættum þessum atriðum telur dómurinn ekkert hald í þeim framburði ákærðu Þ að hún hafi ekki vitað að ákærði X hefði stungið brotaþola sex sinnum með hnífi áður en hún og meðákærðu lögðu á flótta frá bílasvæðinu. Mátti ákærða þannig vita eða sterklega gruna að brotaþoli væri lífshættulega slasaður og gat hæglega komið honum til hjálpar, sér og öðrum að hættulausu, svo sem með því að hringja í Neyðarlínu lögreglu, fyrst hún hafði ekki áður rænu á því að biðja meðákærðu að láta staðar numið í afar ójöfnum átökum út af meintri 5.000 króna skuld. Þess í stað stóð ákærða þegjandaleg í 5-8 metra fjarlægð á meðan meðákærðu veittust ítrekað að varnarlausum manni og tók allt upp sem fyrir augu bar.“

Stúlkan var dæmd í eins árs skilorðsbundið fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“