fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ríkasti maður heims segir auglýsendum að fokka sér

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 15:30

Elon Musk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur beðist afsökunar á færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X, sem er í eigu hans, fyrr í þessum mánuði. Færslan þótti fela í sér gyðingahatur. Musk sagði færsluna vera þá heimskulegustu sem hann hefði nokkru sinni sett inn á samfélagsmiðla. Hann lætur hins vegar auglýsendur heyra það fyrir að hætta að auglýsa á X vegna aukins gyðingahaturs á miðlinum.

Musk sagði við New York Times:

„Ég vill ekki að þeir auglýsi. Ef einhver ætlar að kúga mig með auglýsingum eða peningum má hinn sami fokka sér. Fokkaðu þér. Er það nógu skýrt?“

Musk nefndi Bob Iger forstjóra Disney sérstaklega á nafn og sagði:

„Bob, þetta finnst mér.“

Samtal Musk við New York Times fór fram á bókmenntaráðstefnu blaðsins og gátu áhorfendur fylgst með. Þeirra á meðal var forstjóri X Linda Yaccarino sem var sérstaklega ráðin til fyrirtækisins til að laða auglýsendur aftur að miðlinum.

Musk sagði einnig í samtalinu að hann ætti alls ekkert erfitt með að vera hataður. Hann sagði einnig að árið hefði verið viðburðaríkt en viðurkenndi að hann segði stundum það sem væri rangt.

Fjöldi stórra fyrirtækja hætti að auglýsa eftir að Musk birti færslu sýna um gyðinga. Í færslunni tók hann undir samsæriskenningar um gyðinga sem hópar hvítra kynþáttahatara hafa ýtt undir. Meðal þessara fyrirtækja voru stórir aðilar í skemmtana- og fjölmiðlageiranum. Disney, Paramount, NBCUniversal, Comcast, Lionsgate og Warner Brothers.

Musk segist alls ekki vera gyðingahatari og að færslan sé líklega það versta sem hann hafi nokkurn tímann gert.

Hann heimsótti Ísrael fyrr í vikunni og þar á meðal samyrkjubú sem Hamas réðst á 7.október síðastliðinn. Hann ræddi við fjölskyldur fólks sem tekið var í gíslingu af Hamas og hitti forseta Ísrael, Isaac Herzog, og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu.

Hann segir þó að ferðin hafi ekki verið farin til að biðjast afsökunar. Hann sé góð manneskja.

Musk sagði við Netanyahu að taka verði þá úr umferð sem einsetji sér að myrða og stöðva verði allan áróður sem miði að því að gera fólk að morðingjum um leið og velsæld verði aukin á Gaza-svæðinu. Það væri góð framtíð og lýsti Musk sig reiðubúinn til að aðstoða við að láta þetta verða að verðuleika.

CNN greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“