fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Lárus segir það ekki hafa verið gott að afnema bankaleynd við rannsóknina á bankahruninu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 16:25

Lárus Welding. Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lárus Welding sem var bankastjóri Glitnis þegar bankinn hrundi árið 2008 með megninu af bankakerfi Íslands er nýjasti gestur Frosta Logasonar í þættinum Spjallið. Í þættinum ræða þeir meðal annars nýútkomna bók Lárusar Uppgjör bankamanns. Í þættinum segir Lárus frá því að ekki hafi verið ráðlegt að afnema bankaleynd við rannsókn á orsökum íslenska bankahrunsins. Í kynningarstiklu þar sem má sjá hluta úr þættinum ræða Lárus og Frosti Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið sem Lárus segir að eldist ekki vel:

„Ég myndi ekki segja að ég væri svakalega mikill námsmaður en ég kom mér í gegnum hagsögunám. Þá áttar maður sig á því að í hagsögunni eru við ennþá að rannsaka atburði sem gerðust fyrir löngu síðan. Þarna á mjög skömmum tíma eftir að þessir atburðir gerðust þá erum við búin að rannsaka allt.“

Hann segir að ótímabært hafi verið að komast svo fljótt að endanlegri niðurstöðu um bankahrunið en þannig hafi verið litið á skýrsluna og að aðferðir við rannsóknina hafi ekki verið góðar:

„Rykið var ekki búið að setlast. Ég held að afnema bankaleynd og svo framvegis. Það var ekki gott í þessu íslenska samfélagi okkar.“

Frosti spyr Lárus hvers vegna hafi verið svona mikilvægt að halda í bankaleynd við rannsóknina:

„Í svona litlu samfélagi þá er það bara persónuvernd, finnst mér. Þetta góða frábæra við Ísland … maður getur verið þakklátur sem Íslendingur að hafa náð þessum frama einhvern veginn úti og alast upp svona. Einhvern veginn finnast það aldrei neitt … að alast upp í landi þar sem við erum öll svo jöfn að það var alveg jafn sjálfsagt að ég yrði bankastjóri og einhver annar. Þó ég hafi verið alinn upp í verkamannabústað í Breiðholtinu. Þannig að það er frábært.“

Hann segir jafnræði á Íslandi vera mjög verðmætt fyrirbrigði og skapa meira öryggi en í mörgum öðrum löndum:

„Þetta hvernig við förum í þetta verkefni að afnema alla þessa bankaleynd og búa til fullt af ályktunum. Ef þú ert með nógu mikið af gögnum þá geturðu búið til hvaða ályktanir sem þú vilt. Ég held að það hafi verið svolítið vandinn þarna.“

Lárus telur að heppilegra hefði verið að rannsóknarnefnd Alþingis hefði verið skipuð erlendum aðilum sem hefðu haft einhverja reynslu af alvarlegum bankakrísum. Hann segir að skýrslan hafi lítið horft til alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem geisað hafi á þeim tíma sem íslenska bankakerfið hrundi. Síðan hafi skýrslan orðið að einhvers konar biblíu sem hann og aðrir sem ásakaðir voru um að brjóta af sér gátu lítið varið sig gegn. Síðan hafi Embætti sérstaks saksóknara tekið við sem hafi ekki sýnt hlutleysi í sínum störfum.

Kynningarstiklan í heild sinni er aðgengileg hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir