fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Egill fengið tvær sektir og varar fólk við – „Það eru engin grið“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 11:09

Bílastæðasjóður setur ekki lengur miða undir rúðuþurrkuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar aðferðir við að innheimta stöðumælasektir hafa stóraukið afköst stöðumælavarða. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, sem býr í miðborg Reykjavíkur. Hann hefur lent illa í því undanfarið.

„Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill í færslu á Facebook. „Nú er það svo að stöðumælaverðir þurfa ekki lengur að skrifa miða til að setja bíla sem þeir sekta, heldur eru þeir með þartilgerða miða sem þeir líma á rúðuna. Þetta veldur því að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra er meiri – og líkurnar á að fá sekt hafa stóraukist.“

Í upphafi mánaðar var tilkynnt að miðar með stöðumælasektum heyrðu brátt sögunni til. Það er að Bílastæðasjóður myndi hætt að prenta út sektir og setja þær undir rúðuþurrkur bíla. Hið nýja fyrirkomulag er að fólk fái sektirnar sendar í heimabanka og á ísland.is.

Hins vegar er gefin sex vikna aðlögunartími, það er að fólk fái miða á rúðuna þar sem fram kemur að fólk hafi fengið sekt.

Tvær sektir

Egill lýsir því að hann hafi fengið að kenna á þessu og upplýsingarnar séu af skornum skammti.

„Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir,“ segir hann. „Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Atli Hrafn farinn frá HK
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum