fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Manndrápið við Fjarðarkaup: Þyngsti dómur 10 ára fangelsi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2023 15:53

Myndbandi af árásinni við Fjarðarkaup var dreift á samfélagsmiðlum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í dag yfir fjórum íslenskum ungmennum á aldrinum 17 – 19 ára vegna manndrápsins á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. 

Elsti karlmaðurinn, 19 ára, var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndrápið á Bartlomiej Kamil Bielenda. Hinir karlmennirnir fengu tveggja ára dóma. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á fjórða tímanum í dag, dómsuppsaga sem og þinghald í málinu var lokað að kröfu verjenda sakborninga, og foreldra þeirra, vegna ungs aldur sakborninga.

Aðfaranótt föstudagsins 21. apríl fannst pólskur karlmaður látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Líkt og áður hefur verið greint frá í fréttum réðust drengirnir þrír gegn Bartlomiej með höggum, spörkum og hnífsstungum með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Stúlkan tók árásina upp á síma sinn, en upptakan var lykilsönnunargagn ákæruvaldsins í málinu.

Sjá einnig: Manndráp við Fjarðarkaup – Fíkniefnaneysla leiddi til átaka ókunnugra einstaklinga og endaði með morði

Ungmennin fjögur voru handtekin, en þrjú þeirra voru undir átján ára aldri þegar manndrápið var framið. 

Mun fólkið hafa sameinast í neyslu fíkniefna við borð á Íslenska rokkbarnum án þess fara leynt með neysluna. Athæfið var ekki liðið af starfsfólki staðarins  sem vísaði fólkinu á dyr. Þegar út var komið mun hafa komið upp ósætti milli fólksins, sem snerist um að ungmennin hafi krafið Bartlomiej um greiðslu á þeim efnum sem hann neytti með þeim inni á barnum. Slagsmál hófust sem færðust yfir á bílastæðið við Fjarðarkaup, en stutt er þar yfir og er það gatan Hólshraun sem skilur barinn og bílastæðið að.

Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins, stúlkan var látin laus þremur dögum síðar. Elsti karlmaðurinn, sem er orðinn lögráða og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi við árásina, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Hinir tveir, sem eru sautján ára, hafa verið vistaðir á Stuðlum.

Drengirnir þrír voru ákærðir fyrir manndráp og stúlkan fyrir brot á hjálparskyldu, en ekkert þeirra þekkti hinn látna.

Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun október. Dómurinn hefur ekki verið birtur, en fjallað verður nánar um málið þegar svo verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti