fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Leiðtogi Hezbollah hótar Ísrael – Slær ekki á áhyggjur um að átökin stigmagnist

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. nóvember 2023 17:30

Leiðtogi Hezbollah var herskár í ávarpi sínu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hótaði Ísraelum því að átök við landamærin við Líbanon myndu stigmagnast og að stríðið við Hamas-samtökin væri nú á fleiri en einum vígstöðvum. Þetta kom fram í ávarpi leiðtogans nú fyrir stundu en því hafði verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda hafði Nasrallah látið lítið fyrir sér fara undanfarnar vikur og margir eru uggandi yfir því hvort að Hezbollah-samtökin dragist inn í stríðið af fullum þunga.

Ljóst er að enginn andar léttar eftir ávarpið en í því hrósaði Nasrallah árás Hamas-samtakanna þann 7. október sem kveikti duglega í púðurtunnunni á svæðinu. Kallaði hann árásina „stórkostlega aðgerð í hinu heilaga stríði“. Vildi hann meina að árásin hafi valdið skjálfta innan ísraelska ríkisins, opinberað veikleika ríkisins og hersins og markað tímamót í baráttunni.

Hinn 63 ára gamli Nasrallah sagði að það ylti á gjörðum Ísraelsmanna á Gaza hvort átökin myndu stigmagnast og fullyrti að Hezbollah-samtökin væru tilbúin til að mæta herskipum Bandaríkjamanna ef svo bæri undir.

„Herskipin ykkar hræða okkur ekki. Við erum tilbúnir að mæta flotanum sem þið ógnið okkar með,“ sagði Nasrallah og sagði að hver sá sem vildi forða því að til átaka kæmi þyrfti að stoppa árásarinar á Gaza.

Ávarpið var sent út frá ótilgreindum stað í Beirút, höfuðborg Líbanon, og var því fagnað á götum úti, meðal annars með byssuskotum stuðningsmanna.

Brot af ávarpinu:

Vildi Nasrallah meina að Hezbollah hefði hafið þátttöku í átökunum þann 8. október síðastliðinn, degi eftir árás Hamas þar sem 1.400 Ísraelsmenn voru drepnir. Þakkaði hann Írökum og Jemenum sem höfðu lagt hönd á plóg í átökunum og sagði að stuðingur við Palestínu væri nauðsynlegur um allan heim.

Þakkað hann píslarvottum sem látið hafa lífið í skærum við Ísrael undanfarnar vikur við landamærin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök