fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ísland tók þátt í stórri aðgerð Interpol – Lögðu hald á mikið magn af stinningarlyfjum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. nóvember 2023 16:30

Sumir kaupa bláu pillurnar á svörtum markaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollgæslan, Lyfjastofnun og alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra tóku þátt í stórri aðgerð sem skipulögð var af alþjóðalöggæslustofnuninni Interpol. Mikið magn af stinningarlyfjum voru haldlögð.

Aðgerðin heitir Pangea og er haldin í sextánda sinn, en Pangea er vísun til risameginlandsins sem var til fyrir um 250 milljón árum síðan. Þegar allt land var eitt meginland.

89 ríki tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir 3. til 10. október síðastliðinn og beindist að sölu ólöglegra lyfja á netinu. Samkvæmt tilkynningum íslenskra stofnana kom upp töluverður fjöldi smærri mála hér á landi. Meðal annars var lagt hald á stera og róandi efni sem bárust til landsins með póst og hraðsendingum.

Alls var rúmlega 1300 ólöglegum sölusíðum lyfja lokað út um allan heim. Andvirði þeirra lyfja sem lagt var hald á voru 7 milljónir dollara, eða tæpur milljarður íslenskra króna. Aðgerðin leiddi til 72 handtaka og 325 nýrra rannsókna.

Stinningarlyf, kynhormónar og geðlyf

Athygli vekur að stærstur hluti þeirra lyfja sem haldlögð voru voru stinningarlyf. Þau voru næstum fjórðungur, eða 22 prósent. Stinningarlyf eru lyfseðilsskyld og ekki ávísað til þeirra sem eiga til dæmis við hjarta eða lifrarsjúkdóma að stríða.

Næst algengustu lyfin voru geðlyf, það er 19 prósent, en þar á eftir kynhormónar og lyf við meltingarvandamálum, 12 prósent.

Í Mósambík var hald lagt á 9 þúsund flöskur af fölsuðum hóstamixtúrum, í Ástralíu 11 þúsund fölsuðum covid-prófum og í Katar rúmlega 2 þúsund skömmtum af verkjalyfjum földum í morgunkornspakningum svo dæmi séu tekin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“