fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ísland tók þátt í stórri aðgerð Interpol – Lögðu hald á mikið magn af stinningarlyfjum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. nóvember 2023 16:30

Sumir kaupa bláu pillurnar á svörtum markaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollgæslan, Lyfjastofnun og alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra tóku þátt í stórri aðgerð sem skipulögð var af alþjóðalöggæslustofnuninni Interpol. Mikið magn af stinningarlyfjum voru haldlögð.

Aðgerðin heitir Pangea og er haldin í sextánda sinn, en Pangea er vísun til risameginlandsins sem var til fyrir um 250 milljón árum síðan. Þegar allt land var eitt meginland.

89 ríki tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir 3. til 10. október síðastliðinn og beindist að sölu ólöglegra lyfja á netinu. Samkvæmt tilkynningum íslenskra stofnana kom upp töluverður fjöldi smærri mála hér á landi. Meðal annars var lagt hald á stera og róandi efni sem bárust til landsins með póst og hraðsendingum.

Alls var rúmlega 1300 ólöglegum sölusíðum lyfja lokað út um allan heim. Andvirði þeirra lyfja sem lagt var hald á voru 7 milljónir dollara, eða tæpur milljarður íslenskra króna. Aðgerðin leiddi til 72 handtaka og 325 nýrra rannsókna.

Stinningarlyf, kynhormónar og geðlyf

Athygli vekur að stærstur hluti þeirra lyfja sem haldlögð voru voru stinningarlyf. Þau voru næstum fjórðungur, eða 22 prósent. Stinningarlyf eru lyfseðilsskyld og ekki ávísað til þeirra sem eiga til dæmis við hjarta eða lifrarsjúkdóma að stríða.

Næst algengustu lyfin voru geðlyf, það er 19 prósent, en þar á eftir kynhormónar og lyf við meltingarvandamálum, 12 prósent.

Í Mósambík var hald lagt á 9 þúsund flöskur af fölsuðum hóstamixtúrum, í Ástralíu 11 þúsund fölsuðum covid-prófum og í Katar rúmlega 2 þúsund skömmtum af verkjalyfjum földum í morgunkornspakningum svo dæmi séu tekin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum