fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Vilja rýmri reglur um hunda- og kattahald – Fjölmargir Grindvíkingar þurfa að kveðja gæludýrin sín

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum hefur verið endurvakinn. Ábyrgðarmaður listans er Ástrós Una Jóhannesdóttir en að honum standa einnig nokkrir aðrir aðilar sem vilja breyta lögunum, m.a. Harpa Rós Júlíusdóttir. Ef lögin verða að veruleika þá þarf ekki lengur að fá samþykki 2/3 hluta íbúa til einstaklingur megi halda hund eða kött á heimili sínu. Ennfremur muni fólk með gilda ástæðu fyrir hunda- eða kattahaldi njóta vafans. Í texta með listanum segir:

„Eins og staðan er núna er mörgum neitað um samþykki án þess að fyrir því liggi haldbær rök. Þessu þarf að breyta. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess á fólk að halda hunda og ketti, meðal annars að líkamleg og andleg heilsa fólks sé bættari. Núverandi lög koma helst niður á efnaminna fólki sem hefur ekki val um annað en að búa í fjölbýli með sameiginlegum inngangi. Við förum því af stað aftur með nýjan undirskriftarlista sem verður opinn lengur. Við hvetjum alla sem skrifuðu undir síðast að gera það aftur og fá fleiri til.“

Snertir djúpt Grindvíkinga í hrakningum

Eins og alþjóð veit þurfti að rýma Grindavík þann 10. nóvember síðastliðinn vegna hættu á eldgosi. Margir Grindvíkingar hafa orðið að skilja við gæludýrin sín og koma þeim í fóstur þar sem þeir hafa ekki getað fengið að halda gæludýr í leiguhúsnæði sem þeir hafa flutt í eftir rýmingu Grindavíkur. Um þetta skrifa Ástrós og Hapar Rós í aðsendum pistli:

„Tíundi nóvember 2023 er dagur sem enginn Grindvíkingur og fáir landsmenn gleyma, þann dag þurfti að rýma heilt bæjarfélag vegna endalausra jarðskjálfta og yfirvofandi hættu á eldgosi í bænum. Margir íbúar neyddust til að skilja dýrin sín eftir en með hjálp góðra samtaka var sem betur fer hægt að bjarga flestum þeirra, en þá tók ekki betra við fyrir marga, þeir fengu ekki húsnæði sem leyfði þeim að hafa hundana eða kettina sína hjá sér. Sumir þeirra gátu reddað pössun fyrir dýrin sín en vita ekki í hversu langan tíma, aðrir hafa þurft að láta þau alveg frá sér. Fólk er því ekki bara að missa heimili sín heldur líka dýrin sín sem margir upplifa sem sína bestu vini sem þeir geta oft leitað til fyrir huggun í sorg.

Ein þeirra sem hefur þurft að finna pössun fyrir köttinn sinn segir að henni finnst mjög erfitt að geta ekki haft köttinn sinn hjá sér, fullt af yndislegu fólki hafi boðist til að passa hann en það sé bara alls ekki það sama, hún og hennar fjölskylda sakna hans mikið. Annar aðili sem auglýsti eftir nýju heimili fyrir hundinn sinn vegna rýmingarinnar í Grindavík þar sem hann fékk ekki húsnæði sem samþykkti hundinn. Þetta var honum mjög þungbær ákvörðun og hefði aldrei komið til greina að finna annað heimili fyrir hundinn nema af því að hann þurfti að flýja heimilið sitt.

Rósa Jónsdóttir hefur verið að leita að húsnæði sem samþykkir kettina hennar. Hún er að vísu mögulega komin með íbúð sem leyfir dýr núna, en það er búið að reyna mjög mikið á að vera í þessari stöðu. Hún segir að það sé óþolandi að dýr séu ekki leyfði í svona mörgum tilfellum. Fullt af fólki sé búið að bjóðast til þess að taka kettina en það sé ekki það sem hún og fjölskylda hennar þurfi á að halda núna. Daginn sem rýmingin var í gangi voru dýrin líka í áfalli, best hefði verið að dýrin hefðu getað verið öryggi með eigendum sínum. Lífið er bara nógu flókið þessa dagana án þess að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því líka hvort það fái að hafa dýrin sín hjá sér eða ekki. Þetta er búin að vera mikill rússíbani og ekki bætandi á álagið að þurfa að syrgja eða sakna gæludýranna sinna þegar þörf er á huggun þeirra sem mest. Undirskriftasöfnun til stuðnings breytingu á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli hefur verið hafin inn á ísland.is.“

Fyrir nokkrum dögum auglýsti kona í hjálparhópi fyrir Grindvíkinga eftir íbúð fyrir son hennar og sambýliskonu þar sem leyfð séu dýr. „Þau eru i algerri neyð inn á einstæðri móður með tvö börn og eru hreinlega að gefast upp á þessum aðstæðum, enda hreinlega á því að sofa í bílnum með tvo hunda og tvær kisur. Þau hafa alltaf greitt á réttum tíma ekkert partýstand eða vesen,“ segir í færslunni.

Hundurinn var henni jafnmikilvægur og nánasta fjölskylda

Ástrós þekkir vel tilfinningalegt mikilvægi gæludýra fyrir manneskjur en systir hennar, sem lést úr krabbameini, átti hundinn Bjart sem var hennar besti félagi. DV greindi frá þessu síðastliðið vor. Þá sagði Ástrós um samband systur hennar og Bjarts:

„Segja má að hann hafi aldrei vikið frá henni í erfiðum veikindum hennar. Bjartur var henni líka hvatning til að fara út. Stundum voru göngutúrar í kringum húsið það eina sem heilsa hennar leyfði, það voru henni dýrmætar stundir.

Bjartur hefur því verið ástvinur okkar og einn af fjölskyldunni síðan systir mín dó. Sorgin og söknuðurinn eftir henni fylgir okkur alla daga en minningarnar lifa og er elsku fallegi, góði Bjartur stór hluti minninganna um hana og allan þann kærleika og ást sem hún umvafði þennan litla ljúfa vin sinn allt fram í andlátið. Okkur finnst öllum Bjartur vera hluti af systur minni sem við verðum að vernda og elska eins og hún gerði.

Fljótlega í kjölfar andláts systur minnar flytur Bjartur til mín og dætra minna. ”

Ástrós vonast til þess að sem flestir dýravinir setji nafn sitt undir undirskiftalistann til stuðnings rýmri lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“