fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sigurvin og Katrín gætu hafa svikið allt að 200 milljónir af grunlausum viðskiptavinum

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 11:00

Sigurvin Freyr og Katrín María

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir tugur einstaklinga situr uppi með sárt ennið eftir viðskipti sín við svikaparið Sigurvin Frey Hermannsson og Katrínu Maríu Karlsdóttur og ætla má að þau hafi haft yfir 130 milljónir króna af grunlausum viðskiptavinum sínum. Þetta segir veitingamaðurinn Árni Björn Björnsson frá Sauðárkróki sem er einn þeirra sem keypti forsmíðað timburhús af parinu og greiddi 2/3 hluta af kaupverðinu, alls 16 milljónir króna, í tveimur millifærslum inn á fyrirtæki parsins en húsið, sem átti að vera smíðað í Lettlandi, kom aldrei til landsins.

Aðeins toppurinn á ísjakanum

Árni Björn lýsti svikamylllunni í samtali við DV í sumar en sú saga er áþekk þeirri sem var úrskurðað um  í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku. Þar vann annar kaupandi, Sigurður Vignir Óðinsson, sigur í einkamáli gegn Sigurvini Frey, Katrínu Maríu og fyrirtæki þeirra þar sem úrskurðað var um að þeim bæri að endurgreiða honum tæpar 10,5 milljónir króna auk vaxta fyrir að hafa svikið hann um forsmíðað hús sem hann hafði greitt 2/3 hluta kaupaverðsins fyrir.

Sjá einnig: Svikamylla Katrínar og Sigurvins hrundi í Héraðsdómi – Seldu forsmíðað sumarhús sem aldrei fékkst afhent

Árni Björn Björnsson hefur lagt fram kæru vegna fjársvika en hann segir fórnarlömb Sigurvins og Katrínar vera fjölmörg.

Að sögn Árna Björns eru þessi tvö mál hins vegar aðeins toppurinn á ísjakanum. „Þeir sem að hafa verið sviknir af þeim hafa haldið hópinn og af þeim málum sem ég þekki þá eru þetta um 130 milljónir króna sem að þau hafa haft af fólki. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef upphæðin væri nærri 200 milljónum króna. Það eru eflaust ekki allir sem hafa stigið fram og haft samband, það fylgir því mikil skömm að hafa lent í svona svikamyllu,“ segir Árni Björn.

Vonar að svikaparið fái dóm

Í nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að mál Sigurðar Vignis sé á borði héraðssaksóknara en þangað kærð Árni Björn einnig sitt mál. „Ég kærði þau fyrir fjársvik og það mál er í rannsókn. Ég vona að því ljúki með fangelsisdómi. Það þarf að tryggja að þetta fólk fái ekki að koma að fyrirtækjarekstri í náinni framtíð,“ segir Árni Björn.

Parið hélt úti neti fyrirtækja sem öll auglýstu forsmíðuð timburhús frá Lettlandi eða Úkraínu, til að mynda Smart Timber Solution, Smart modular Ísland, Timbursalan, Sigurþing Solution og SF Capital ehf. svo nokkur séu nefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans