fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Sífellt fleiri vilja vinna á kaffihúsum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að 53% skrifstofustarfsfólks íhugar að færa sig yfir í svokallaða „Hybrid-vinnu“, sem felur í sér að það vill eiga kost á að vinna þar sem því hentar, hvort sem það er heima, á kaffihúsi eða á skrifstofunni. Þessi þróun hefur orðið til þess að fólk eyðir orðið miklu meiri tíma í videó-samtöl, að því fram kemur í nýrri könnun. 

„Vandinn er hins vegar sá að margir eru enn með heyrnartól sem henta fyrst og fremst fyrir afþreyingu og sárvantar flotta vinnugræju sem virka fyrir tölvusímtöl (softphone) og búa yfir góðri hljóðeinangrun,“ segir Gísli Þorsteinsson vörustjóri Poly hjá Opnum kerfum.

Gísli Þorsteinsson, viðskipta- og vörustjóri hjá Opnum kerfum.

Fyrirtæki hvetja til sveigjanleika í vinnu 

Í könnun tölvuframleiðandans HP kemur fram að sífellt fleiri fyrirtæki hvetji starfsfólk sitt til þess að nýta sér þann sveigjanleika sem er í boði; hvort sem það er „hybrid-vinna“ eða fjarvinna. Um leið er lögð aukin áhersla á að bjóða heyrnartól sem hægt er að nota fyrir símtöl í gegnum tölvu eða síma og að þau séu með virka hljóðeinangrun og styðji við helstu fjarfundalausnir eins og Teams, Zoom eða Google.

Vilja líta vel út á kaffihúsum 

„Starfsfólk eyðir orðið töluvert lengri tíma í myndsímtöl og er umhugað um að gæði símtala, myndsímtala og hljóðs séu eins góð og kostur er. Þá skiptir útlit búnaðar ekki síður afar miklu máli eftir því sem fólk eyðir meiri tíma í slíka vinnu,“ segir Gísli. „Það vill líta vel út með vinnuheyrnartólin þegar það mætir á kaffihúsin. Vinnuheyrnartól eru því að verða nokkurs konar tískuvara.“

Það er að mörgu að huga þegar velja á alvöru heyrnartól til vinnu. Heyrnartólin þurfa að vera með marga hljóðnema sem tryggir skýr símtöl. Margir vilja heyrnartól án spangar og að þau séu með virka hljóðeinangrun (ANC) sem heldur óþarfa hljóði í burtu. Þá vilja sumir heyrnartól, aðrir á eyrun, aðrir yfir eyrun eða bara tappa. Þá þarf græjan að hafa langan taltíma en um leið vera nægilega öflug fyrir ýmis konar afþreyingu eins og tónlistarhlustun.

 Margir enn með búnað sem virkar illa fyrir vinnu 

Gísli segir að margir starfsmenn komi enn með þráðlaus heyrnartól eða heyrnartappa, sem ekki eru samþætt við Teams og fleiri samvinnu- og fjarfundalausnir. UT-deildir vilja að starfsfólk sé með UC-vottaðan búnað (tryggir að búnaður geti átt samskipti við farsíma, tölvusíma, tekið myndsímtöl eða fjarfundi svo dæmi séu tekin) og séu ekki að detta út af Bluetooth sambandinu. „Með öðrum orðum það vill að starfsfólk geti nýtt sér nýjustu tækni sér til hagsbóta,“ segir Gísli.

„Margir framleiðendur hafa áttað sig á þessari þróun og flóran fyrir frábær vinnunheyrnartól, -síma og fjarfundalausnir sem líta orðið gríðarlega vel út hefur aldrei verið meiri en einmitt nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök