fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Norður-Kórea segist hafa tekið myndir af bandarískum stjórnarbyggingum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 17:30

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi sent njósnagervihnött á sporbaug um jörðu. Fullyrt er í ríkisfjölmiðlum Norður-Kóreu að leiðtogi landsins Kim Jong Un hafi þegar skoðað myndir sem hnötturinn hafi tekið af Hvíta húsinu og Varnarmálaráðuneytinu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, auk mynda af flugmóðurskipum í flotastöðinni í Norfolk í Virginíu ríki.

Reuters  greinir frá því að gervihnettinum hafi verið skotið á loft í síðustu viku. Sögðu norður-kóresk stjórnvöld að hnettinum væri einkum ætlað að taka myndir af hernaðarmannvirkjum í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu og fylgjast með flutningum á herafla þessara ríkja.

Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu hafa einnig greint frá því að hnötturinn hafi tekið myndir af borgum og herstöðvum í Suður Kóreu, á kyrrahafseyjunni Guam og á Ítalíu.

Engar myndir úr gervihnettinum hafa verið birtar opinberlega og því hafa greinendur og stjórnvöld annarra ríkja velt því fyrir sér hversu áreiðanlegur hann sé.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa í hyggju að skjóta í fyrsta sinn njósnagervihnetti á loft næstkomandi fimmtudag. Þau segja að ekki hafi tekist að staðfesta fullyrðingar norður-kóreskra stjórnvalda um getu njósnagervihnattar þeirra.

Sérfræðingar segja enga ástæðu til að efast um fullyrðingar Norður-Kóreumanna um að hnötturinn hafi getað tekið myndir af bandarískum flugmóðurskipum. Myndavél með miðlungsgóðri upplausn ráði við slíkt. Spurningin sé hins vegar til hvers ætli Norður-Kórea að nota þessar myndir. Ef myndir úr gervihnetti með miðlungsgóðri upplausn eigi að nýtast í stríðsátökum þurfi Norður-Kórea að skjóta mun fleiri slíkum á loft til að ná fleiri myndum af helstu mannvirkjum óvina ríkisins. Norður-Kórea segist vera að vinna að því að koma fleiri gervihnöttum í loftið.

Norður-Kóresk stjórnvöld segja að staðirnir sem myndirnar voru teknar af séu mikilvæg skotmörk.

Suður-Kórea og Bandaríkin segja Norður-Kóreu hafa gengið gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna með því að skjóta njósnagervihnettinum á loft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus