Mjólkursamsalan hefur hafið framleiðslu á kókómjólk með hvítu súkkulaði. Í tilkynningu á Facebook-síðu fyrirtækisins kemur fram að um sé að ræða sérstaka hátíðarútgáfu í tilefni af því að 50 ára afmælisár drykksins vinsæla er senn á enda. „ Um er að ræða Kókómjólk með hvítu súkkulaði og er Klói klæddur í hvít kjólföt á umbúðunum enda heldur betur tilefni til að skella sér í sparigallann við svona merk tímamót,“ segir í tilkynningunni.